Eins og að róa til fiskjar 2. júní 2011 11:59 Kajsa ingemarsson Segir að skriftir séu eins og fiskveiðar. „Í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunnsævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið.“Fréttablaðið/anton Sænski metsöluhöfundurinn Kajsa Ingemarsson var gestur á höfundakvöldi Norræna hússins í gær. Kajsa hefur verið óhrædd við að breyta um stefnu í lífinu og starfaði hjá sænsku öryggislögreglunni og var vinsæl sjónvarpskona áður en hún lagði ritstörfin fyrir sig. Leið Kajsu Ingemarsson í stétt rithöfunda var harla óvenjuleg. Hún nam rússnesku, pólsku og stjórnmálafræði í háskóla, starfaði við þýðingar hjá sænsku öryggislögreglunni og ætlaði að hasla sér völl sem embættismaður í utanríkisþjónustunni. Leið hennar lá hins vegar óvænt í útvarp og sjónvarp. „Vinir mínir sem stjórnuðu mjög vinsælum gamanþætti í útvarpi voru að búa til nýjan þátt. Á þeim tíma var mikill skortur á konum í skemmtiþáttum og þegar þeir leituðu til mín fannst mér ég ekki geta annað en slegið til.“ Kajsa byrjaði sem handritshöfundur í þættinum, lék síðar í honum og varð að lokum kynnir hans. Þaðan lá leið hennar í sjónvarp og varð hún brátt afar vinsæl í Svíþjóð. „Ég var í sjónvarpi og útvarpi í nokkur ár og það gekk mjög vel. Gallinn við að vera verktaki í skemmtanabransanum er sá að maður er alltaf háður eftirspurn og verður að taka þeim verkefnum sem bjóðast. Fyrir vikið missir maður smám saman sjónar á því sem maður sjálfur vill. Á endanum spurði ég mig að því hvað ég vildi helst af öllu gera. Annað hvort vildi ég stjórna eigin sjónvarpsþætti eða skrifa bók. Og ég valdi seinni kostinn.“ Fyrsta bók Kajsu, På det fjärde ska det sket, kom út 2002 og var nógu vel tekið til að hún gæti gert skriftirnar að aðalstarfi. Hún sló rækilega í gegn með þriðju skáldsögu sinni, sem kom út á íslensku undir nafninu Sítrónur og saffran. Alls hefur hún skrifað sjö skáldsögur, eitt ritgerðasafn og eina sjálfshjálparbók. Rithöfundarstarfið er því þriðji starfsferill Kajsu. „Ég trúi því að maður eigi að grípa þau tækifæri sem höfða til manns. Ég tel að okkur sé stýrt að einhverju leyti í gegnum lífið; ég veit ekki af hverjum en við eigum að reyna að koma auga á vísbendingarnar sem leiða okkur áfram á þann áfangastað sem okkur er ætlaður.“ Hún segist ekki viss um hvort hún eigi eftir að skrifa bækur það sem eftir er eða snúa sér að einhverju öðru. „Ég er með margar óskrifaðar bækur í huganum en veit aftur á móti ekki hvort mér endist orkan til að skrifa þær. Að skrifa er dálítið eins og að róa til fiskjar; í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunnsævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið. Ég hef skrifað sjö skáldsögur og er komin ansi langt frá landi. Þetta getur verið ansi lýjandi. Það má vera að ég taki mér eitthvað allt annað fyrir hendur; ég hef breytt svo oft um stefnu í lífinu og er ekki hrædd við að gera það eina ferðina enn. En ég held áfram að skrifa svo lengi sem ég nýt þess.“ Athugasemd: Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudaginn 2. júní, er rætt við sænska metsöluhöfundinn Kajsu Ingemarsson. Ranghermt er í viðtalinu að Kajsa verði gestur á höfundarkvöldi Norræna hússins í kvöld. Höfundarkvöldið var í gær, miðvikudag. bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sænski metsöluhöfundurinn Kajsa Ingemarsson var gestur á höfundakvöldi Norræna hússins í gær. Kajsa hefur verið óhrædd við að breyta um stefnu í lífinu og starfaði hjá sænsku öryggislögreglunni og var vinsæl sjónvarpskona áður en hún lagði ritstörfin fyrir sig. Leið Kajsu Ingemarsson í stétt rithöfunda var harla óvenjuleg. Hún nam rússnesku, pólsku og stjórnmálafræði í háskóla, starfaði við þýðingar hjá sænsku öryggislögreglunni og ætlaði að hasla sér völl sem embættismaður í utanríkisþjónustunni. Leið hennar lá hins vegar óvænt í útvarp og sjónvarp. „Vinir mínir sem stjórnuðu mjög vinsælum gamanþætti í útvarpi voru að búa til nýjan þátt. Á þeim tíma var mikill skortur á konum í skemmtiþáttum og þegar þeir leituðu til mín fannst mér ég ekki geta annað en slegið til.“ Kajsa byrjaði sem handritshöfundur í þættinum, lék síðar í honum og varð að lokum kynnir hans. Þaðan lá leið hennar í sjónvarp og varð hún brátt afar vinsæl í Svíþjóð. „Ég var í sjónvarpi og útvarpi í nokkur ár og það gekk mjög vel. Gallinn við að vera verktaki í skemmtanabransanum er sá að maður er alltaf háður eftirspurn og verður að taka þeim verkefnum sem bjóðast. Fyrir vikið missir maður smám saman sjónar á því sem maður sjálfur vill. Á endanum spurði ég mig að því hvað ég vildi helst af öllu gera. Annað hvort vildi ég stjórna eigin sjónvarpsþætti eða skrifa bók. Og ég valdi seinni kostinn.“ Fyrsta bók Kajsu, På det fjärde ska det sket, kom út 2002 og var nógu vel tekið til að hún gæti gert skriftirnar að aðalstarfi. Hún sló rækilega í gegn með þriðju skáldsögu sinni, sem kom út á íslensku undir nafninu Sítrónur og saffran. Alls hefur hún skrifað sjö skáldsögur, eitt ritgerðasafn og eina sjálfshjálparbók. Rithöfundarstarfið er því þriðji starfsferill Kajsu. „Ég trúi því að maður eigi að grípa þau tækifæri sem höfða til manns. Ég tel að okkur sé stýrt að einhverju leyti í gegnum lífið; ég veit ekki af hverjum en við eigum að reyna að koma auga á vísbendingarnar sem leiða okkur áfram á þann áfangastað sem okkur er ætlaður.“ Hún segist ekki viss um hvort hún eigi eftir að skrifa bækur það sem eftir er eða snúa sér að einhverju öðru. „Ég er með margar óskrifaðar bækur í huganum en veit aftur á móti ekki hvort mér endist orkan til að skrifa þær. Að skrifa er dálítið eins og að róa til fiskjar; í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunnsævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið. Ég hef skrifað sjö skáldsögur og er komin ansi langt frá landi. Þetta getur verið ansi lýjandi. Það má vera að ég taki mér eitthvað allt annað fyrir hendur; ég hef breytt svo oft um stefnu í lífinu og er ekki hrædd við að gera það eina ferðina enn. En ég held áfram að skrifa svo lengi sem ég nýt þess.“ Athugasemd: Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudaginn 2. júní, er rætt við sænska metsöluhöfundinn Kajsu Ingemarsson. Ranghermt er í viðtalinu að Kajsa verði gestur á höfundarkvöldi Norræna hússins í kvöld. Höfundarkvöldið var í gær, miðvikudag. bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira