Höggvið á hnút Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. maí 2011 06:00 Samningur ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um tónlistarkennslu á framhaldsstigi lætur kannski ekki mikið yfir sér. Engu að síður er hann þýðingarmikið skref til bóta á ófremdarástandi sem ríkt hefur um tónlistarkennslu framhaldsnema um langt skeið. Með samkomulaginu er þannig höggvið á margra ára hnút sem hefur leitt til mikilla óþæginda fyrir lengra komna tónlistarnema utan af landi sem hafa þurft að sækja nám til Reykjavíkur. Rekstur tónlistarskóla hvílir á sveitarfélögunum. Eðli máls samkvæmt hafa minni sveitarfélög hvorki burði til að halda úti tónlistarkennslu fyrir lengra komna nemendur né eru fyrir því forsendur víða vegna fólksfæðar. Það gefur jú augaleið að erfitt getur verið að finna kennara fyrir lengra komna tónlistarnema í fámennari byggðum, auk þess sem möguleikar á samspili og öðrum námsþáttum sem hljóta að fylgja tónlistarnámi eru takmarkaðir. Lengra komnir tónlistarnemar hafa þannig ekki átt annarra kosta völ en að sækja nám sitt til Reykjavíkur. Burðarmeiri sveitarfélög hafa greitt fyrir nám sinna ungmenna í tónlistarskólum höfuðborgarinnar samkvæmt sérstökum reglum meðan nemar úr öðrum sveitarfélögum hafa lent í vanda með að fá framlag frá heimasveitarfélögum sínum til framhaldsnáms í tónlistarskólum í borginni. Því miður hafa tónlistarnemar hreinlega þurft að hverfa frá námi af þessum sökum. Þessi aðstöðumunur tónlistarnema eftir búsetu hefur verið óþolandi og í raun ólíðanlegur. Með samningnum nýgerða er leitast við að jafna þennan aðstöðumun ungra tónlistarnema. Með honum skuldbindur ríkið sig til að auka framlag til tónlistarkennslu á efri stigum um 250 milljónir á ári. Framlagið rennur til söngnáms á mið- og framhaldsstigi og annars tónlistarnáms á framhaldsstigi. Samkomulagið gildir í tvö ár en á þeim tíma eiga viðræður að fara fram um framtíðarskipan mála. Einnig var samhliða undirritun samkomulagsins boðað að á haustþingi myndi menntamálaráðherra leggja fram frumvarp til laga um tónlistarskóla þar sem ákvæði samningsins yrðu útfærð og væntanlega fest í sessi. Blómlegt starf tónlistarskólanna í landinu er grundvallarforsenda fyrir því gróskumikla tónlistarlífi sem á sér stað á Íslandi, bæði á sviði dægurtónlistar og sígildrar. Ekki má gleyma því að í tónlistarskólunum eru ekki aðeins tónlistarmennirnir sjálfir aldir upp heldur einnig margir neytendur hennar. Það er ákaflega mikilvægt fyrir starfsskilyrði tónlistarskólanna í landinu að skýra línur varðandi ábyrgð á kostnaði vegna kennslu. Mikilvægasta bragarbótin við samkomulagið er þó fyrir nemendurna sjálfa, að þeim sé nú loks gert kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Samningur ríkisins og sveitarfélaganna um tónlistarkennslu á framhaldsstigi er þannig fyrst og fremst mjög mikilvægt jafnræðismál fyrir tónlistarnema á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Samningur ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um tónlistarkennslu á framhaldsstigi lætur kannski ekki mikið yfir sér. Engu að síður er hann þýðingarmikið skref til bóta á ófremdarástandi sem ríkt hefur um tónlistarkennslu framhaldsnema um langt skeið. Með samkomulaginu er þannig höggvið á margra ára hnút sem hefur leitt til mikilla óþæginda fyrir lengra komna tónlistarnema utan af landi sem hafa þurft að sækja nám til Reykjavíkur. Rekstur tónlistarskóla hvílir á sveitarfélögunum. Eðli máls samkvæmt hafa minni sveitarfélög hvorki burði til að halda úti tónlistarkennslu fyrir lengra komna nemendur né eru fyrir því forsendur víða vegna fólksfæðar. Það gefur jú augaleið að erfitt getur verið að finna kennara fyrir lengra komna tónlistarnema í fámennari byggðum, auk þess sem möguleikar á samspili og öðrum námsþáttum sem hljóta að fylgja tónlistarnámi eru takmarkaðir. Lengra komnir tónlistarnemar hafa þannig ekki átt annarra kosta völ en að sækja nám sitt til Reykjavíkur. Burðarmeiri sveitarfélög hafa greitt fyrir nám sinna ungmenna í tónlistarskólum höfuðborgarinnar samkvæmt sérstökum reglum meðan nemar úr öðrum sveitarfélögum hafa lent í vanda með að fá framlag frá heimasveitarfélögum sínum til framhaldsnáms í tónlistarskólum í borginni. Því miður hafa tónlistarnemar hreinlega þurft að hverfa frá námi af þessum sökum. Þessi aðstöðumunur tónlistarnema eftir búsetu hefur verið óþolandi og í raun ólíðanlegur. Með samningnum nýgerða er leitast við að jafna þennan aðstöðumun ungra tónlistarnema. Með honum skuldbindur ríkið sig til að auka framlag til tónlistarkennslu á efri stigum um 250 milljónir á ári. Framlagið rennur til söngnáms á mið- og framhaldsstigi og annars tónlistarnáms á framhaldsstigi. Samkomulagið gildir í tvö ár en á þeim tíma eiga viðræður að fara fram um framtíðarskipan mála. Einnig var samhliða undirritun samkomulagsins boðað að á haustþingi myndi menntamálaráðherra leggja fram frumvarp til laga um tónlistarskóla þar sem ákvæði samningsins yrðu útfærð og væntanlega fest í sessi. Blómlegt starf tónlistarskólanna í landinu er grundvallarforsenda fyrir því gróskumikla tónlistarlífi sem á sér stað á Íslandi, bæði á sviði dægurtónlistar og sígildrar. Ekki má gleyma því að í tónlistarskólunum eru ekki aðeins tónlistarmennirnir sjálfir aldir upp heldur einnig margir neytendur hennar. Það er ákaflega mikilvægt fyrir starfsskilyrði tónlistarskólanna í landinu að skýra línur varðandi ábyrgð á kostnaði vegna kennslu. Mikilvægasta bragarbótin við samkomulagið er þó fyrir nemendurna sjálfa, að þeim sé nú loks gert kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Samningur ríkisins og sveitarfélaganna um tónlistarkennslu á framhaldsstigi er þannig fyrst og fremst mjög mikilvægt jafnræðismál fyrir tónlistarnema á Íslandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun