Fara markmiðin saman? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. maí 2011 09:00 Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði í gær frá nýrri mælingu svissneska viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni ríkja. Ísland sígur um eitt sæti á listanum, niður í það 31. en var árið 2006 í fjórða sætinu. Flest lönd sem við viljum bera okkur saman við eru miklu ofar á listanum. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir í Markaðnum að niðurstöðurnar beri efnahagslegri stöðnun hér á landi vitni. Staðfest sé að samfélagslegir innviðir séu sterkir, en hvað varðar efnahagslega framvindu reki Ísland lestina, enda hafi hagvöxtur verið neikvæður hér á landi og hagvöxtur hverfandi. Þá sé vandamál hversu fáir útskrifist úr námi í raunvísindum og tæknigreinum á Íslandi. Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra segir í úttekt Markaðarins að áhrifa fjármálakreppunnar gæti þar sem staða Íslands fari versnandi í mælingu IMD. Þar nefnir hann meðal annars erlenda fjárfestingu, aukna skuldsetningu ríkisins, verðbólguskot og fjármögnunarkostnað. Það er út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum, en samt ekki alveg svona einfalt. Ein ástæða þess að lítið gengur að auka erlenda fjárfestingu hér á landi er til dæmis neikvæð afstaða ráðherra í ríkisstjórninni til hennar og ekki útlit fyrir að það breytist. Annað sem fær mjög lága einkunn í mælingunni er stofnanakerfi ríkisins. Það hrundi ekki í fjármálakreppunni en hún leiddi hins vegar í ljós veikleika stofnana- og lagaramma viðskiptalífsins, sem enn hafa ekki verið lagfærðir nema að mjög takmörkuðu leyti. Stjórnarflokkunum virðist meira í mun að finna sökudólga vegna fjármálahrunsins, eins og ákæran á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi sýndi, en að vinna markvisst í stofnanaumbótum sem nauðsynlegar eru í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis. Árni Páll segir að samkeppnishæfni verði að tryggja með því að „brjóta niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnugreinum og hvetja til nýliðunar og nýsköpunar." Kannski er hann þarna að tala um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hann gleymir þá að þær ganga að stórum hluta út á að draga úr hagkvæmni í kerfinu og auka pólitísk afskipti af fiskveiðum. Slíkt hefur aldrei styrkt samkeppnishæfni nokkurrar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin þarf að vinna að því að auka samkeppnishæfni landsins á öllum sviðum. Í sumum tilvikum fer það markmið hins vegar alls ekki saman við önnur markmið hennar, eins og að halda erlendum fyrirtækjum utan við orkugeirann, berjast gegn fjárfestingum álfyrirtækja, auka opinber afskipti og forsjá og snúa fiskveiðistjórnunarkerfinu á hvolf. Þá er spurningin hvort menn telja mikilvægara og hvort er líklegra til að tryggja lífskjör í landinu til lengri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði í gær frá nýrri mælingu svissneska viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni ríkja. Ísland sígur um eitt sæti á listanum, niður í það 31. en var árið 2006 í fjórða sætinu. Flest lönd sem við viljum bera okkur saman við eru miklu ofar á listanum. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir í Markaðnum að niðurstöðurnar beri efnahagslegri stöðnun hér á landi vitni. Staðfest sé að samfélagslegir innviðir séu sterkir, en hvað varðar efnahagslega framvindu reki Ísland lestina, enda hafi hagvöxtur verið neikvæður hér á landi og hagvöxtur hverfandi. Þá sé vandamál hversu fáir útskrifist úr námi í raunvísindum og tæknigreinum á Íslandi. Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra segir í úttekt Markaðarins að áhrifa fjármálakreppunnar gæti þar sem staða Íslands fari versnandi í mælingu IMD. Þar nefnir hann meðal annars erlenda fjárfestingu, aukna skuldsetningu ríkisins, verðbólguskot og fjármögnunarkostnað. Það er út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum, en samt ekki alveg svona einfalt. Ein ástæða þess að lítið gengur að auka erlenda fjárfestingu hér á landi er til dæmis neikvæð afstaða ráðherra í ríkisstjórninni til hennar og ekki útlit fyrir að það breytist. Annað sem fær mjög lága einkunn í mælingunni er stofnanakerfi ríkisins. Það hrundi ekki í fjármálakreppunni en hún leiddi hins vegar í ljós veikleika stofnana- og lagaramma viðskiptalífsins, sem enn hafa ekki verið lagfærðir nema að mjög takmörkuðu leyti. Stjórnarflokkunum virðist meira í mun að finna sökudólga vegna fjármálahrunsins, eins og ákæran á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi sýndi, en að vinna markvisst í stofnanaumbótum sem nauðsynlegar eru í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis. Árni Páll segir að samkeppnishæfni verði að tryggja með því að „brjóta niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnugreinum og hvetja til nýliðunar og nýsköpunar." Kannski er hann þarna að tala um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hann gleymir þá að þær ganga að stórum hluta út á að draga úr hagkvæmni í kerfinu og auka pólitísk afskipti af fiskveiðum. Slíkt hefur aldrei styrkt samkeppnishæfni nokkurrar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin þarf að vinna að því að auka samkeppnishæfni landsins á öllum sviðum. Í sumum tilvikum fer það markmið hins vegar alls ekki saman við önnur markmið hennar, eins og að halda erlendum fyrirtækjum utan við orkugeirann, berjast gegn fjárfestingum álfyrirtækja, auka opinber afskipti og forsjá og snúa fiskveiðistjórnunarkerfinu á hvolf. Þá er spurningin hvort menn telja mikilvægara og hvort er líklegra til að tryggja lífskjör í landinu til lengri tíma.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun