Rannsaka vinnubrögð siðanefndar HÍ í máli Vantrúar 13. maí 2011 05:15 Háskóli Íslands Talsverðrar ólgu hefur gætt í skólanum vegna málsins, ekki síst undanfarnar vikur og mánuði.fréttablaðið/stefán Bjarni Randver Sigurvinsson Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin samskipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stigum þess verið afskaplega viðkvæmt innan skólans og valdið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kennara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefndarinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu námskeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Vantrú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígismönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast sakamannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harðarsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjölfarið átt nokkur samskipti við formann Vantrúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trúnaðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólanum. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í greinargerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skipaður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kringum málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Bjarni Randver Sigurvinsson Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin samskipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stigum þess verið afskaplega viðkvæmt innan skólans og valdið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kennara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefndarinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu námskeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Vantrú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígismönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast sakamannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harðarsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjölfarið átt nokkur samskipti við formann Vantrúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trúnaðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólanum. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í greinargerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skipaður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kringum málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira