Tímamótasamningur um leit og björgun 13. maí 2011 01:00 Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Grænlandi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samninginn utanríkisráðherrar hinna aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagnkvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóðum verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjörlega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Grænlandi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samninginn utanríkisráðherrar hinna aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagnkvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóðum verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjörlega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira