Móðir lét vita af ofnæmisvaldi í köku 12. maí 2011 06:00 Í búðinni Alla jafna er innihaldslýsing vöru ítarleg enda löggjöf sem kveður á um hvernig að henni skuli staðið orðin nokkurra ára gömul. Nokkur misbrestur hefur hins vegar reynst á að ofnæmis- og óþolsvalda sé getið. Fréttablaðið/Valli Sérstakt átak Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits með merkingu ofnæmisvalda í matvöru hefur skilað sér í aukinni árvekni neytenda. Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, segir tíðari fregnir af innköllunum matvæla hafa gert það að verkum að fólk fylgist betur með og ábendingum til stofnunarinnar hafi fjölgað. Ríflega tveir þriðju hlutar allra innkallana Matvælastofnunar á matvöru það sem af er ári eru vegna ófullnægjandi innihaldslýsingar. Þá er yfir helmingurinn til kominn frá því í aprílbyrjun þegar eftirlitsátakið til að fylgjast með merkingum matvæla hófst. Meðal nýlegra innkallana má nefna kjúklingasúpu frá Ektafiski þar sem hveitis var ekki getið í innihaldslýsingu, en það er algengur ofnæmisvaldur. Sama átti við um innköllun á Gunnars kokteil-, hamborgara-, sinneps-, graflax- og Dijon hunangssósum. Þá skorti á að í kassa með íspinnum frá Emmessís, merktum Topp 5, væri getið um óþols- og ofnæmisvaldana sojalesitín og hnetur (möndlur) sem er að finna í Daim-toppum. Alvarlegt jarðhnetuofnæmiskast drengs sem flytja varð á sjúkrahús varð til þess að móðir hans lét vita af því að Kryddkaka frá bakaríinu Hjá Jóa Fel væri ekki rétt merkt. Í kjölfarið kannaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur málið og lét kalla inn vöruna. Jónína segir annars allan gang á því hvað verði til þess að vara sé innkölluð, hvort það sé eftirlit heilbrigðiseftirlits, ábendingar einstaklinga eða heilbrigðisstarfsfólks þar sem hægt hefur verið að greina uppruna ofnæmiskasta. Á vef Matvælastofnunar er áréttað að til að vernda heilsu neytenda sem þjást af fæðuofnæmi, eða -óþoli, sé mikilvægt að tryggja að fyrir liggi ítarlegar upplýsingar um samsetningu matvæla. Fjöldi innkallana vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda á umbúðum hafi orðið til þess að stofnunin hafi á vef sínum birt sérstaka upplýsingasíðu um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda og leiðbeiningar um hvernig beri að merkja þá á matvörum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Sérstakt átak Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits með merkingu ofnæmisvalda í matvöru hefur skilað sér í aukinni árvekni neytenda. Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, segir tíðari fregnir af innköllunum matvæla hafa gert það að verkum að fólk fylgist betur með og ábendingum til stofnunarinnar hafi fjölgað. Ríflega tveir þriðju hlutar allra innkallana Matvælastofnunar á matvöru það sem af er ári eru vegna ófullnægjandi innihaldslýsingar. Þá er yfir helmingurinn til kominn frá því í aprílbyrjun þegar eftirlitsátakið til að fylgjast með merkingum matvæla hófst. Meðal nýlegra innkallana má nefna kjúklingasúpu frá Ektafiski þar sem hveitis var ekki getið í innihaldslýsingu, en það er algengur ofnæmisvaldur. Sama átti við um innköllun á Gunnars kokteil-, hamborgara-, sinneps-, graflax- og Dijon hunangssósum. Þá skorti á að í kassa með íspinnum frá Emmessís, merktum Topp 5, væri getið um óþols- og ofnæmisvaldana sojalesitín og hnetur (möndlur) sem er að finna í Daim-toppum. Alvarlegt jarðhnetuofnæmiskast drengs sem flytja varð á sjúkrahús varð til þess að móðir hans lét vita af því að Kryddkaka frá bakaríinu Hjá Jóa Fel væri ekki rétt merkt. Í kjölfarið kannaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur málið og lét kalla inn vöruna. Jónína segir annars allan gang á því hvað verði til þess að vara sé innkölluð, hvort það sé eftirlit heilbrigðiseftirlits, ábendingar einstaklinga eða heilbrigðisstarfsfólks þar sem hægt hefur verið að greina uppruna ofnæmiskasta. Á vef Matvælastofnunar er áréttað að til að vernda heilsu neytenda sem þjást af fæðuofnæmi, eða -óþoli, sé mikilvægt að tryggja að fyrir liggi ítarlegar upplýsingar um samsetningu matvæla. Fjöldi innkallana vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda á umbúðum hafi orðið til þess að stofnunin hafi á vef sínum birt sérstaka upplýsingasíðu um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda og leiðbeiningar um hvernig beri að merkja þá á matvörum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira