Styrkja á sáttaferlið í forræðisdeilum 11. maí 2011 03:00 Barnalög Breytingar á barnalögum eiga að styðja réttarstöðu barna. Nordicphotos/getty Í frumvarpi um breytingar á barnalögum sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær er lögð áhersla á að styrkja sáttaferlið í þeim tilvikum sem foreldrar geta ekki komið sér saman um forræði. Ekki á að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá með dómi, að því er Ögmundur greinir frá. „Sú leið var í frumvarpinu þegar það kom inn á mitt borð síðastliðið haust. Ég tók þá leið út með hliðsjón af því sem ég tel vera slæma reynslu annars staðar á Norðurlöndum hvað þetta snertir. Þar eru uppi ýmsar efasemdaraddir um ágæti þess fyrirkomulags. Danir eru til dæmis að leggja lokahönd á mikla úttekt um það mál.“ Ráðherrann segir það hafa sýnt sig að dómskerfið sé ekki alltaf í takt við veruleikann. „Markmiðið sem við stefnum að er að tryggja rétt barnsins við foreldra sína og að sú umgengni verði í eins mikilli fjölskyldusátt og hægt er.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingfundi í gær að þrátt fyrir aukna áherslu á sáttaleið myndu forræðismál engu að síður fara fyrir dómstóla. Hann benti á að rökstuðningurinn fyrir heimild dómara til að úrskurða sameiginlega forsjá væri ágætur í frumvarpinu. „Það er þess vegna undrunarefni að ráðherra taki heimildina út.“ Innanríkisráðherra vísaði í rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum og vaxandi efasemdir um að reynslan þar væri góð. Guðmundur kallaði þá eftir rannsókn á reynslu af þessum málum á Íslandi. Ögmundur segir frumvarpið fela í sér grundvallaruppstokkun og endurmat á barnalögum. „Það byggir á vinnu sem hefur staðið sleitulaust frá haustinu 2008. Það má segja að grundvallarstefið í þessu frumvarpi sé að skoða allt umhverfið frá sjónarhóli barnsins og markmiðið er að styðja réttarstöðu barns í hvívetna enda er vísað í samþykktir Sameinuðu þjóðanna um þau efni.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Hann hefur ekki verið lögfestur en Alþingi samþykkti árið 2009 þingsályktunartillögu þess efnis. ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á barnalögum sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær er lögð áhersla á að styrkja sáttaferlið í þeim tilvikum sem foreldrar geta ekki komið sér saman um forræði. Ekki á að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá með dómi, að því er Ögmundur greinir frá. „Sú leið var í frumvarpinu þegar það kom inn á mitt borð síðastliðið haust. Ég tók þá leið út með hliðsjón af því sem ég tel vera slæma reynslu annars staðar á Norðurlöndum hvað þetta snertir. Þar eru uppi ýmsar efasemdaraddir um ágæti þess fyrirkomulags. Danir eru til dæmis að leggja lokahönd á mikla úttekt um það mál.“ Ráðherrann segir það hafa sýnt sig að dómskerfið sé ekki alltaf í takt við veruleikann. „Markmiðið sem við stefnum að er að tryggja rétt barnsins við foreldra sína og að sú umgengni verði í eins mikilli fjölskyldusátt og hægt er.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingfundi í gær að þrátt fyrir aukna áherslu á sáttaleið myndu forræðismál engu að síður fara fyrir dómstóla. Hann benti á að rökstuðningurinn fyrir heimild dómara til að úrskurða sameiginlega forsjá væri ágætur í frumvarpinu. „Það er þess vegna undrunarefni að ráðherra taki heimildina út.“ Innanríkisráðherra vísaði í rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum og vaxandi efasemdir um að reynslan þar væri góð. Guðmundur kallaði þá eftir rannsókn á reynslu af þessum málum á Íslandi. Ögmundur segir frumvarpið fela í sér grundvallaruppstokkun og endurmat á barnalögum. „Það byggir á vinnu sem hefur staðið sleitulaust frá haustinu 2008. Það má segja að grundvallarstefið í þessu frumvarpi sé að skoða allt umhverfið frá sjónarhóli barnsins og markmiðið er að styðja réttarstöðu barns í hvívetna enda er vísað í samþykktir Sameinuðu þjóðanna um þau efni.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Hann hefur ekki verið lögfestur en Alþingi samþykkti árið 2009 þingsályktunartillögu þess efnis. ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira