Lögreglan hefur ekki undan við rannsókn kynferðisbrota 11. maí 2011 05:00 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft undan við rannsóknir á öllum þeim fjölda ofbeldisbrota sem kærð hafa verið til hennar á undanförnum mánuðum. Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuðum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lögreglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rannsókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi.- jss Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuðum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lögreglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rannsókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi.- jss
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira