Þessir útlendingar Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 5. maí 2011 06:00 Indverskur matur, nepalskur, arabískur, víetnamskur, mexíkóskur, tælenskur, kínverskur, ítalskur, pólskur, íranskur – þökk sé öllu því frábæra fólki sem flutt hefur til Íslands er hægt að gæða sér hér á frábærum mat hvaðanæva að. Þökk sé þeim fjölmörgum útlendingum sem sest hafa að á Íslandi er enn fremur mögulegt að smella sér inn í verslanir sem selja sérhæfða matvöru frá Filippseyjum og Tyrklandi, Póllandi og Víetnam, nefndu það. Og má bjóða ykkur kaffi frá Haítí eða kökur frá Sýrlandi? Ekki misskilja mig, ýsan og soðnu kartöflurnar eru fín, kjötsúpan og lambalærið – það er bara alveg ágætt að borða eitthvað annað og bragðmeira inni á milli. Þökk sé hinum ýmsu útlendingum sem auðgað hafa landið geta Íslendingar núna lært argentínskan tangó og magadans, farið í kínverskt nudd, prófað brasilískt samba, Bollywood-dansa og nálgast handverk beint frá Keníu. Það getur hlustað á lifandi tónlist frá öllum heimshornum, sótt ótal erlenda menningarviðburði, lært japönsku og stúderað arabíska skrift. Hressandi? Mjög svo. Auk þess getur verið bæði gagnlegt og áhugavert að sjá Ísland með augum útlendinga. Erlend mágkona mín sem flutti hingað til lands í hittifyrra hefur til dæmis veitt sjálfri mér afar skemmtilega sýn á landið. Það er raunar sérstaklega gaman að hafa hana hér. Af hverju er fólk í stuttbuxum, það er ískalt úti?! Hvað eruð þið að fara að kjósa um í þetta sinn… ? Ertu ekki að grínast með flugeldabrjálæðið á áramótunum, hvað er í gangi?! Hvaða fólk er þetta sem bíður í biðröðum eftir nýjum vörum og hefur efni á allri þessari neyslu – er ekki grafalvarlegt efnahagsástand hérna? Ha, þarf að fara heim af sjúkrahúsinu í Reykjavík nokkrum klukkutímum eftir fæðingu? Af hverju eru margir Íslendingar svona fáskiptir gagnvart þeim sem þeir þekkja ekki? Af hverju heilsast menn varla þegar þeir sækja börnin sín í leikskólann – þeir koma allavega þangað á hverjum degi?! Það er líka áhugavert að sjá Ísland með augum þeirra sem þekkja líf á átakasvæði af eigin raun, til dæmis flóttamanna og hælisleitenda. Þeirra sem flúið hafa skotárásir, sprengjutilræði, ofsóknir og upplausn. Þetta er ólíkt fólk með gjörólíkar sögur en mikla reynslu. Og þetta er reynsla sem sett getur hlutina í samhengi og dregið fram það sem skiptir máli. Hér á landi er kannski efnahagskreppa en þar er líka ótal margt sem við getum verið þakklát fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Indverskur matur, nepalskur, arabískur, víetnamskur, mexíkóskur, tælenskur, kínverskur, ítalskur, pólskur, íranskur – þökk sé öllu því frábæra fólki sem flutt hefur til Íslands er hægt að gæða sér hér á frábærum mat hvaðanæva að. Þökk sé þeim fjölmörgum útlendingum sem sest hafa að á Íslandi er enn fremur mögulegt að smella sér inn í verslanir sem selja sérhæfða matvöru frá Filippseyjum og Tyrklandi, Póllandi og Víetnam, nefndu það. Og má bjóða ykkur kaffi frá Haítí eða kökur frá Sýrlandi? Ekki misskilja mig, ýsan og soðnu kartöflurnar eru fín, kjötsúpan og lambalærið – það er bara alveg ágætt að borða eitthvað annað og bragðmeira inni á milli. Þökk sé hinum ýmsu útlendingum sem auðgað hafa landið geta Íslendingar núna lært argentínskan tangó og magadans, farið í kínverskt nudd, prófað brasilískt samba, Bollywood-dansa og nálgast handverk beint frá Keníu. Það getur hlustað á lifandi tónlist frá öllum heimshornum, sótt ótal erlenda menningarviðburði, lært japönsku og stúderað arabíska skrift. Hressandi? Mjög svo. Auk þess getur verið bæði gagnlegt og áhugavert að sjá Ísland með augum útlendinga. Erlend mágkona mín sem flutti hingað til lands í hittifyrra hefur til dæmis veitt sjálfri mér afar skemmtilega sýn á landið. Það er raunar sérstaklega gaman að hafa hana hér. Af hverju er fólk í stuttbuxum, það er ískalt úti?! Hvað eruð þið að fara að kjósa um í þetta sinn… ? Ertu ekki að grínast með flugeldabrjálæðið á áramótunum, hvað er í gangi?! Hvaða fólk er þetta sem bíður í biðröðum eftir nýjum vörum og hefur efni á allri þessari neyslu – er ekki grafalvarlegt efnahagsástand hérna? Ha, þarf að fara heim af sjúkrahúsinu í Reykjavík nokkrum klukkutímum eftir fæðingu? Af hverju eru margir Íslendingar svona fáskiptir gagnvart þeim sem þeir þekkja ekki? Af hverju heilsast menn varla þegar þeir sækja börnin sín í leikskólann – þeir koma allavega þangað á hverjum degi?! Það er líka áhugavert að sjá Ísland með augum þeirra sem þekkja líf á átakasvæði af eigin raun, til dæmis flóttamanna og hælisleitenda. Þeirra sem flúið hafa skotárásir, sprengjutilræði, ofsóknir og upplausn. Þetta er ólíkt fólk með gjörólíkar sögur en mikla reynslu. Og þetta er reynsla sem sett getur hlutina í samhengi og dregið fram það sem skiptir máli. Hér á landi er kannski efnahagskreppa en þar er líka ótal margt sem við getum verið þakklát fyrir.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun