Fínpússaðir skrælingjar 5. maí 2011 16:00 Kristín Svava Tómasdóttir. Fréttablaðið/Valli Kristín Svava Tómasdóttir stimplaði sig inn sem eitt efnilegasta ljóðskáld landsins með frumraun sinni, Blótgælum, árið 2007. Önnur ljóðabók hennar, Skrælingjasýningin, kom út á dögunum.Krass! Búmm! Harmafregn!Stríð á okkar tímum. Skrælingjasýningin hefst á stríðsyfirlýsingu. Kannski rökrétt framhald af frumraun hennar sem skoraði á hólm þægindi hversdagslífsins með nístandi háði, munnsöfnuði og gálgahúmor. Tæpum fjórum árum síðar er Kristín Svava við sama heygarðshornið – eða svo segir hún að minnsta kosti sjálf. „Blótgælur voru hrárri en Skrælingjasýningin, sem er meira unnin. Munurinn á bókunum helgast kannski af því. Ég held að sá tónn sem birtist í þessum verkum sé mér nokkuð eðlislægur. Ég velti því stundum fyrir því hvort fólk myndi sjá mikið framhald í þessari bók frá þeirri fyrri, sjálf geri ég mér ekki endilega grein fyrir því. Það má vera að tónninn sé á köflum myrkari eða kaldranalegri; á vissum stöðum má sjálfsagt greina aðra afstöðu til hlutanna en þó enga grundvallarbreytingu að ég held.“ Kristín Svava byrjaði á ljóðunum fyrir Skrælingjasýninguna fljótlega eftir að Blótgælur kom út. Hún segir misjafnt hversu lengi hún þurfi að sitja við hvert ljóð. „Ég byrja yfirleitt á því að skrifa í belg og biðu og vinn úr textanum síðar. Það veltur síðan á því hversu mótaðar hugsanirnar eru þegar þær spretta fram hvað ég er lengi að ljúka við hvert ljóð.“ Kristínu Svövu var á dögunum úthlutað ritlaunum. Hún býst því við að biðin í næstu bók verði styttri en á milli Blótgælna og Skrælingjasýningarinnar og ætlar að halda sig við ljóðið. „Ég finn enga hvöt hjá mér til að skrifa „hefðbundinn“ prósa og hef enga ástríðu fyrir skáldsögunni. Mér finnst miklu meira ögrandi að skrifa knappari texta og fyrir mitt leyti býður þetta form upp á fleiri og áhugaverðari möguleika.“ bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kristín Svava Tómasdóttir stimplaði sig inn sem eitt efnilegasta ljóðskáld landsins með frumraun sinni, Blótgælum, árið 2007. Önnur ljóðabók hennar, Skrælingjasýningin, kom út á dögunum.Krass! Búmm! Harmafregn!Stríð á okkar tímum. Skrælingjasýningin hefst á stríðsyfirlýsingu. Kannski rökrétt framhald af frumraun hennar sem skoraði á hólm þægindi hversdagslífsins með nístandi háði, munnsöfnuði og gálgahúmor. Tæpum fjórum árum síðar er Kristín Svava við sama heygarðshornið – eða svo segir hún að minnsta kosti sjálf. „Blótgælur voru hrárri en Skrælingjasýningin, sem er meira unnin. Munurinn á bókunum helgast kannski af því. Ég held að sá tónn sem birtist í þessum verkum sé mér nokkuð eðlislægur. Ég velti því stundum fyrir því hvort fólk myndi sjá mikið framhald í þessari bók frá þeirri fyrri, sjálf geri ég mér ekki endilega grein fyrir því. Það má vera að tónninn sé á köflum myrkari eða kaldranalegri; á vissum stöðum má sjálfsagt greina aðra afstöðu til hlutanna en þó enga grundvallarbreytingu að ég held.“ Kristín Svava byrjaði á ljóðunum fyrir Skrælingjasýninguna fljótlega eftir að Blótgælur kom út. Hún segir misjafnt hversu lengi hún þurfi að sitja við hvert ljóð. „Ég byrja yfirleitt á því að skrifa í belg og biðu og vinn úr textanum síðar. Það veltur síðan á því hversu mótaðar hugsanirnar eru þegar þær spretta fram hvað ég er lengi að ljúka við hvert ljóð.“ Kristínu Svövu var á dögunum úthlutað ritlaunum. Hún býst því við að biðin í næstu bók verði styttri en á milli Blótgælna og Skrælingjasýningarinnar og ætlar að halda sig við ljóðið. „Ég finn enga hvöt hjá mér til að skrifa „hefðbundinn“ prósa og hef enga ástríðu fyrir skáldsögunni. Mér finnst miklu meira ögrandi að skrifa knappari texta og fyrir mitt leyti býður þetta form upp á fleiri og áhugaverðari möguleika.“ bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira