Fátækum gæti fjölgað í álfunni 28. apríl 2011 04:00 Hátt matvöruverð kemur við buddu margra. nordicphotos/AFP Hætt er við að hækkun á verði matvæla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Þróunarbanki Asíu (ADB) varar við því að vöruverð í Asíu hafi hækkað að meðaltali um tíu prósent frá áramótum og geti þróunin valdið því að hagvöxtur verði 1,5 prósentum lægri í álfunni en búist var við. Asíuríkin komust ágætlega í gegnum fjármálakreppuna og hafa hagspár almennt gert ráð fyrir að þau muni leiða hagvöxt á heimsvísu á árinu. Bankinn segir sömuleiðis að verði ekkert að gert til að draga úr vöruverðshækkunum geti það haft mjög neikvæð áhrif á lífskjör, jafnvel gert átak gegn fátækt að engu. Gangi svartsýnustu spár eftir gæti fátækum í Asíu fjölgað um tæpar 64 milljónir manna, samkvæmt bankanum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Changyong Rhee, aðalhagfræðingi ADB, að fátækar fjölskyldur í álfunni verji sextíu prósentum af tekjum sínum í matarinnkaup. Hækki vöruverð komi það harkalega niður á þeim, ekki síst á menntun og heilbrigði barna. Ríkisstjórnir margra landa hafa beitt sér gegn verðþróuninni með útflutningsbannni. Það hefur hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, að mati bankans sem mælir fremur með uppbyggingu í matvælaiðnaði til að auka framleiðslu. - jab Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hætt er við að hækkun á verði matvæla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Þróunarbanki Asíu (ADB) varar við því að vöruverð í Asíu hafi hækkað að meðaltali um tíu prósent frá áramótum og geti þróunin valdið því að hagvöxtur verði 1,5 prósentum lægri í álfunni en búist var við. Asíuríkin komust ágætlega í gegnum fjármálakreppuna og hafa hagspár almennt gert ráð fyrir að þau muni leiða hagvöxt á heimsvísu á árinu. Bankinn segir sömuleiðis að verði ekkert að gert til að draga úr vöruverðshækkunum geti það haft mjög neikvæð áhrif á lífskjör, jafnvel gert átak gegn fátækt að engu. Gangi svartsýnustu spár eftir gæti fátækum í Asíu fjölgað um tæpar 64 milljónir manna, samkvæmt bankanum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Changyong Rhee, aðalhagfræðingi ADB, að fátækar fjölskyldur í álfunni verji sextíu prósentum af tekjum sínum í matarinnkaup. Hækki vöruverð komi það harkalega niður á þeim, ekki síst á menntun og heilbrigði barna. Ríkisstjórnir margra landa hafa beitt sér gegn verðþróuninni með útflutningsbannni. Það hefur hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, að mati bankans sem mælir fremur með uppbyggingu í matvælaiðnaði til að auka framleiðslu. - jab
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira