Aldarfjórðungur frá slysinu í Tsjernobyl 26. apríl 2011 03:15 Ban ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Viktor Janúkovitsj, forseti Úkraínu, og Yukiya Amano, yfirmaður kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan kjarnaofninn sem sprakk fyrir aldarfjórðungi. nordicphotos/AFP Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Atburðirnir í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa orðið til að minna enn frekar á þá hættu, sem fylgir nýtingu kjarnorkunnar. Þó eru þeir varla sambærilegir við það sem gerðist í Tsjernobyl. Á miðvikudag hófst alþjóðleg ráðstefna í Úkraínu til þess að safna fé til hreinsunarstarfs í Tsjernobyl, þar sem enn er mikið verk óunnið þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá slysinu. Árangur fjársöfnunarinnar olli hins vegar vonbrigðum. Vonast hafði verið til að um 115 milljarðar króna myndu safnast, en þátttakendur ráðstefnunnar, sem voru bæði ríki og stofnanir, gáfu einungis vilyrði fyrir tæplega 70 milljörðum króna. Yukiya Amano, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði í síðustu viku að hvorki Tsjernobylslysið né atburðirnir í Fukushima nú nýverið dragi úr vægi kjarnorkunnar. Hún verði áfram notuð víða um heim, en alþjóðasamfélagið verði samt að tryggja öryggi hennar.Í Japan gengur baráttan við lekann úr kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist illa í hamförunum í síðasta mánuði, þó enn brösuglega. Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja betur banni við mannaferðum í 20 kílómetra hringferli umhverfis verið. Á þessu svæði bjuggu nærri 80 þúsund manns í tíu þorpum og bæjum. Í Úkraínu komu tvö þúsund manns, sem unnu að hreinsun eftir slysið þar fyrir aldarfjórðungi, saman um síðustu helgi til að mótmæla því að lífeyrir til þeirra hefur lækkað. Alls voru um 600 þúsund manns sendir til Tsjernobyl víðs vegar að frá Sovétríkjunum til að sinna hreinsunarverkum og bjarga því sem bjargað varð. „Ég var 23 ára þá og sinnti skylduverkum mínum fyrir þjóðina," segir Leonid Lítvínenko, 48 ára gamall maður sem segist nú þurfa að nota helminginn af lífeyri sínum til að kaupa lyf. „Nú er ég öryrki og þjóðin mín hefur varpað mér fyrir borð." gudsteinn@frettabladid.is Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Atburðirnir í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa orðið til að minna enn frekar á þá hættu, sem fylgir nýtingu kjarnorkunnar. Þó eru þeir varla sambærilegir við það sem gerðist í Tsjernobyl. Á miðvikudag hófst alþjóðleg ráðstefna í Úkraínu til þess að safna fé til hreinsunarstarfs í Tsjernobyl, þar sem enn er mikið verk óunnið þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá slysinu. Árangur fjársöfnunarinnar olli hins vegar vonbrigðum. Vonast hafði verið til að um 115 milljarðar króna myndu safnast, en þátttakendur ráðstefnunnar, sem voru bæði ríki og stofnanir, gáfu einungis vilyrði fyrir tæplega 70 milljörðum króna. Yukiya Amano, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði í síðustu viku að hvorki Tsjernobylslysið né atburðirnir í Fukushima nú nýverið dragi úr vægi kjarnorkunnar. Hún verði áfram notuð víða um heim, en alþjóðasamfélagið verði samt að tryggja öryggi hennar.Í Japan gengur baráttan við lekann úr kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist illa í hamförunum í síðasta mánuði, þó enn brösuglega. Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja betur banni við mannaferðum í 20 kílómetra hringferli umhverfis verið. Á þessu svæði bjuggu nærri 80 þúsund manns í tíu þorpum og bæjum. Í Úkraínu komu tvö þúsund manns, sem unnu að hreinsun eftir slysið þar fyrir aldarfjórðungi, saman um síðustu helgi til að mótmæla því að lífeyrir til þeirra hefur lækkað. Alls voru um 600 þúsund manns sendir til Tsjernobyl víðs vegar að frá Sovétríkjunum til að sinna hreinsunarverkum og bjarga því sem bjargað varð. „Ég var 23 ára þá og sinnti skylduverkum mínum fyrir þjóðina," segir Leonid Lítvínenko, 48 ára gamall maður sem segist nú þurfa að nota helminginn af lífeyri sínum til að kaupa lyf. „Nú er ég öryrki og þjóðin mín hefur varpað mér fyrir borð." gudsteinn@frettabladid.is
Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira