Verðbólga skýrist af verðþróun erlendis 21. apríl 2011 07:00 Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson Í máli Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra kom fram að fundir sem stjórnvöld hefðu átt með matsfyrirtækjum um helgina hefðu verið gagnlegir, jafnvel þótt þau kynnu að lækka lánshæfi landsins. Komið hefði verið á framfæri upplýsingum sem ykju líkur á betra mati síðar.Fréttablaðið/Stefán Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raunvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krónunnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peningamála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu peningastefnunefndar sagði Már Guðmundsson horfur á að mæld verðbólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólguálagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slökun í aðhaldsstigi peningastefnunnar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endurspegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækkunum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækkanir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peningastefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verðbólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjarasamningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað gerist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raunvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krónunnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peningamála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu peningastefnunefndar sagði Már Guðmundsson horfur á að mæld verðbólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólguálagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slökun í aðhaldsstigi peningastefnunnar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endurspegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækkunum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækkanir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peningastefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verðbólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjarasamningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað gerist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira