Barca gegn Real í kvöld: Fyrsti stóri titill ársins í boði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2011 06:30 Pep Guardiola og José Mourinho heilsast fyrir leik Barcelona og Real Madrid um helgina.nordicphotos/afp Barcelona og Real Madrid eigast við í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. Um risaslag er að ræða, eins og ávallt þegar þessi tvö lið eiga í hlut. Þau mættust í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og skildu þá jöfn, 1-1. Þess má svo geta að þau mætast tvívegis í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á næstu vikum. Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn enda með átta stiga forystu á Real. Það er því kappsmál fyrir Madrídinga að láta þennan titil sér ekki úr greipum renna og það til erkifjenda sinna. "Það getur allt gerst í þessum leik og stemningin verður sjálfsagt hátíðleg," sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona. "Við verðum fyrst og fremst að hvetja okkar menn áfram en bera samt virðingu fyrir andstæðingnum." Hann sagði að sínir menn væru búnir að skoða leik helgarinnar vel. "Við þurfum að spila betur, skapa fleiri færi og láta boltann ganga hraðar á milli okkar." Barcelona varð síðast bikarmeistari árið 2009 og fór úrslitaleikurinn þá einnig fram á sama stað. Bið Madrídinga er talsvert lengri, en liðið varð síðast meistari árið 1993. Iker Casillas, sem hefur staðið vaktina í marki Real síðan 2000, hefur unnið alla titla sem í boði eru nema þennan. José Mourinho, stjóri Real, hefur unnið bikarmeistaratitil í öllum þeim þremur löndum þar sem hann hefur þjálfað hingað til og getur bætt þeim fjórða í safnið í kvöld. Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Barcelona og Real Madrid eigast við í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. Um risaslag er að ræða, eins og ávallt þegar þessi tvö lið eiga í hlut. Þau mættust í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og skildu þá jöfn, 1-1. Þess má svo geta að þau mætast tvívegis í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á næstu vikum. Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn enda með átta stiga forystu á Real. Það er því kappsmál fyrir Madrídinga að láta þennan titil sér ekki úr greipum renna og það til erkifjenda sinna. "Það getur allt gerst í þessum leik og stemningin verður sjálfsagt hátíðleg," sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona. "Við verðum fyrst og fremst að hvetja okkar menn áfram en bera samt virðingu fyrir andstæðingnum." Hann sagði að sínir menn væru búnir að skoða leik helgarinnar vel. "Við þurfum að spila betur, skapa fleiri færi og láta boltann ganga hraðar á milli okkar." Barcelona varð síðast bikarmeistari árið 2009 og fór úrslitaleikurinn þá einnig fram á sama stað. Bið Madrídinga er talsvert lengri, en liðið varð síðast meistari árið 1993. Iker Casillas, sem hefur staðið vaktina í marki Real síðan 2000, hefur unnið alla titla sem í boði eru nema þennan. José Mourinho, stjóri Real, hefur unnið bikarmeistaratitil í öllum þeim þremur löndum þar sem hann hefur þjálfað hingað til og getur bætt þeim fjórða í safnið í kvöld.
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira