Strætó fyrir alla Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. apríl 2011 07:00 Þróun almenningssamgangna á Íslandi hefur verið heldur óheillavænleg undanfarin ár. Í Reykjavík hafði verið rekið strætisvagnakerfi sem stóð undir nafni, þ.e. tíðni ferða var nógu mikil til þess að það væri brúklegt og strætóleiðirnar tengdust með þokkalega skilvirkum hætti. Með ört stækkandi borg gekk kerfið úr sér, auk þess sem talið var nauðsynlegt að sameina og samræma almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Kerfið stækkaði en varð um leið dýrara í rekstri. Ferðum var fækkað og svo fækkað enn meira. Nú er svo komið að vagnar ganga það sjaldan að erfitt er að nota almenningssamgöngur nema í þeim tilvikum þegar búseta og vinnustaður eða aðrir þeir staðir sem sækja þarf liggja á sömu strætólínu og, vel að merkja, að menn þurfi ekki að komast á milli staða of snemma á morgnana eða seint á kvöldin því ekki hefur bara dregið úr tíðni ferða heldur hefur aksturstími yfir daginn verið styttur. Þróun almenningssamgangna í borginni sýnir vel þann vítahring sem skapast getur með skerðingu þjónustu, sem dregur úr notkun, sem svo aftur leiðir til enn meiri skerðingar þjónustu vegna tekjutaps. Tillögur starfshóps á vegum samgönguráðs sem gera ráð fyrir að einum milljarði króna verði varið á ári næstu tíu árin til að efla almenningssamgöngur hljóma því vel fyrir þá sem vilja eiga almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost, að ekki sé nánast nauðsyn að hafa til umráða einkabíl til að komast milli heimilis og vinnustaðar og reka þau erindi sem almennu heimilishaldi fylgja. Nothæfar almenningssamgöngur snúast um þetta. Þær snúast þó líka og ekki síður um umhverfið, en óvíða fer jafnmikið eldsneyti í að flytja jafnfátt fólk og hér á landi. Sömuleiðis snúast þær um skipulagsmál, að borgin eða höfuðborgarsvæðið sé ekki allt sundurskorið af hraðbrautum og mislægum gatnamótum. Verkefnið á að vinna í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og er markmið þess að tvöfalda í það minnsta hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring með gagngerum endurbótum á grunnneti almenningssamgangna á suðvesturhorninu. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði hluti af samgönguáætlun til tólf ára sem lögð verður fyrir Alþingi í haust. Það vekur bjartsýni að tillaga starfshópsins virðist njóta brautargengis bæði í borginni og innanríkisráðuneytinu. Ekki hefur verið afráðið hvernig fjármunirnir verða nýttir, hvort þeir fara alfarið í að auka þjónustu strætó eða að einhverju leyti í þróun á framboði á öðrum samgönguúrræðum. Ljóst er þó að ef tillagan nær fram að ganga þýðir hún að ríkið kemur að almenningssamgöngum, sem er bylting fyrir sveitarfélögin. Meginatriðið er að ef næst að byggja upp almenningssamgöngukerfi sem þjónar fólki nægilega vel til þess að það sjái hag í því að velja það fram yfir einkabílinn minnkar um leið þörfin fyrir að byggja dýr umferðarmannvirki til að bera þéttan straum einkabíla, sem hver flytur iðulega ekki nema einn mann. Innspýting í almenningssamgöngur gæti þannig reynst sparnaður þegar upp er staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun
Þróun almenningssamgangna á Íslandi hefur verið heldur óheillavænleg undanfarin ár. Í Reykjavík hafði verið rekið strætisvagnakerfi sem stóð undir nafni, þ.e. tíðni ferða var nógu mikil til þess að það væri brúklegt og strætóleiðirnar tengdust með þokkalega skilvirkum hætti. Með ört stækkandi borg gekk kerfið úr sér, auk þess sem talið var nauðsynlegt að sameina og samræma almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Kerfið stækkaði en varð um leið dýrara í rekstri. Ferðum var fækkað og svo fækkað enn meira. Nú er svo komið að vagnar ganga það sjaldan að erfitt er að nota almenningssamgöngur nema í þeim tilvikum þegar búseta og vinnustaður eða aðrir þeir staðir sem sækja þarf liggja á sömu strætólínu og, vel að merkja, að menn þurfi ekki að komast á milli staða of snemma á morgnana eða seint á kvöldin því ekki hefur bara dregið úr tíðni ferða heldur hefur aksturstími yfir daginn verið styttur. Þróun almenningssamgangna í borginni sýnir vel þann vítahring sem skapast getur með skerðingu þjónustu, sem dregur úr notkun, sem svo aftur leiðir til enn meiri skerðingar þjónustu vegna tekjutaps. Tillögur starfshóps á vegum samgönguráðs sem gera ráð fyrir að einum milljarði króna verði varið á ári næstu tíu árin til að efla almenningssamgöngur hljóma því vel fyrir þá sem vilja eiga almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost, að ekki sé nánast nauðsyn að hafa til umráða einkabíl til að komast milli heimilis og vinnustaðar og reka þau erindi sem almennu heimilishaldi fylgja. Nothæfar almenningssamgöngur snúast um þetta. Þær snúast þó líka og ekki síður um umhverfið, en óvíða fer jafnmikið eldsneyti í að flytja jafnfátt fólk og hér á landi. Sömuleiðis snúast þær um skipulagsmál, að borgin eða höfuðborgarsvæðið sé ekki allt sundurskorið af hraðbrautum og mislægum gatnamótum. Verkefnið á að vinna í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og er markmið þess að tvöfalda í það minnsta hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring með gagngerum endurbótum á grunnneti almenningssamgangna á suðvesturhorninu. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði hluti af samgönguáætlun til tólf ára sem lögð verður fyrir Alþingi í haust. Það vekur bjartsýni að tillaga starfshópsins virðist njóta brautargengis bæði í borginni og innanríkisráðuneytinu. Ekki hefur verið afráðið hvernig fjármunirnir verða nýttir, hvort þeir fara alfarið í að auka þjónustu strætó eða að einhverju leyti í þróun á framboði á öðrum samgönguúrræðum. Ljóst er þó að ef tillagan nær fram að ganga þýðir hún að ríkið kemur að almenningssamgöngum, sem er bylting fyrir sveitarfélögin. Meginatriðið er að ef næst að byggja upp almenningssamgöngukerfi sem þjónar fólki nægilega vel til þess að það sjái hag í því að velja það fram yfir einkabílinn minnkar um leið þörfin fyrir að byggja dýr umferðarmannvirki til að bera þéttan straum einkabíla, sem hver flytur iðulega ekki nema einn mann. Innspýting í almenningssamgöngur gæti þannig reynst sparnaður þegar upp er staðið.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun