Segir þrjá kosti í stöðunni eftir skipunina 5. apríl 2011 05:00 Sigríður Friðjónsdóttir landsdómur saksóknari vararíkissaksóknari geyma í safni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í gær Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í embætti ríkissaksóknara. Sigríður hefur undanfarið verið í leyfi frá starfi sínu sem vararíkissaksóknari. Sigríður segir að nú séu þrír kostir í stöðunni. Sá fyrsti sé að hún segi sig frá máli Alþingis á hendur Geir H. Haarde. „En það er nú kannski ekkert einfalt því ég er kosin í þetta starf. Það er talað um það í lögunum að það skuli kosinn varasaksóknari og hann á að taka við ef maður forfallast, en það er ekki hægt að segja að maður forfallist ef maður fær nýtt starf,“ útskýrir Sigríður. Auk þess sé hún komin á kaf í málið og því sé kannski ekki gott að yfirgefa það núna. Annar kosturinn sé að setja annan ríkissaksóknara tímabundið þangað til málarekstrinum fyrir landsdómi sé lokið. „En auðvitað vil ég sjálf koma að þessu sem allra fyrst. Það er margt sem þarf að gera.“ Þriðji kosturinn sé að hún sinni störfunum einfaldlega samhliða. Málið gegn Geir sé bara eitt mál sem hún hafi tekið að sér og það sé algengt að fólk sinni aukaverkum með aðalstarfi. „Það er spurning hvort það horfir eitthvað öðruvísi við með þetta mál. Ég þarf að fara yfir það með fleirum en sjálfri mér,“ segir hún. Sigríður ræddi í gær við Atla Gíslason, formann þingmannanefndarinnar, sem er henni til halds og trausts, og hann bjóst við að kalla nefndina saman og fá Sigríði á fundinn til að ræða stöðuna. Sigríður segir að málareksturinn fyrir landsdómi þurfi ekki að taka nema nokkrar vikur eftir að ákæran verði gefin út, sem verði vonandi fyrir páska.- sh Landsdómur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í gær Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í embætti ríkissaksóknara. Sigríður hefur undanfarið verið í leyfi frá starfi sínu sem vararíkissaksóknari. Sigríður segir að nú séu þrír kostir í stöðunni. Sá fyrsti sé að hún segi sig frá máli Alþingis á hendur Geir H. Haarde. „En það er nú kannski ekkert einfalt því ég er kosin í þetta starf. Það er talað um það í lögunum að það skuli kosinn varasaksóknari og hann á að taka við ef maður forfallast, en það er ekki hægt að segja að maður forfallist ef maður fær nýtt starf,“ útskýrir Sigríður. Auk þess sé hún komin á kaf í málið og því sé kannski ekki gott að yfirgefa það núna. Annar kosturinn sé að setja annan ríkissaksóknara tímabundið þangað til málarekstrinum fyrir landsdómi sé lokið. „En auðvitað vil ég sjálf koma að þessu sem allra fyrst. Það er margt sem þarf að gera.“ Þriðji kosturinn sé að hún sinni störfunum einfaldlega samhliða. Málið gegn Geir sé bara eitt mál sem hún hafi tekið að sér og það sé algengt að fólk sinni aukaverkum með aðalstarfi. „Það er spurning hvort það horfir eitthvað öðruvísi við með þetta mál. Ég þarf að fara yfir það með fleirum en sjálfri mér,“ segir hún. Sigríður ræddi í gær við Atla Gíslason, formann þingmannanefndarinnar, sem er henni til halds og trausts, og hann bjóst við að kalla nefndina saman og fá Sigríði á fundinn til að ræða stöðuna. Sigríður segir að málareksturinn fyrir landsdómi þurfi ekki að taka nema nokkrar vikur eftir að ákæran verði gefin út, sem verði vonandi fyrir páska.- sh
Landsdómur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira