Pistillinn: Ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn Hlynur Bæringsson skrifar 4. apríl 2011 07:00 Mynd/Stefán Fyrir mikilvæga körfuboltaleiki er oft talað um baráttu, ákveðni og vilja sem lykil að sigri. Það er hárrétt þó sumt af þessu ætti ekki að þurfa að innprenta í alvöru leikmenn á ögurstundu. Það sem mér finnst vanta hjá íslenskum liðum er gott „gameplan" og undirbúningur fyrir leiki, hernaðaráætlun, það er mikilvægt til að fara á næsta stig. Þessu sinna þjálfarar misvel, sumir vegna leti en aðrir vegna tímaskorts sem er skiljanleg ástæða, þetta er jú ekki fullt starf hjá öllum þjálfurum. Svo eru þeir sem leggja tíma í þetta og hjálpa sínum liðum með ýmsum smáatriðum sem saman verða að mikilvægum þætti í undirbúningi liðsins. Þeirra lið hafa forskot. Ég hef kynnst báðum hliðum, að vera sá sem ekkert hefur í höndunum nema baráttuna og viljann en einnig sá sem hefur öfluga hernaðaráætlun á bak við sig sem maður getur treyst. Þjálfararnir mínir hérna í Svíþjóð eyða miklum tíma í þennan undirbúning. Þegar ég hugsa til baka er ég betur undirbúinn fyrir leiki sem skipta litlu máli hérna heldur en ég var fyrir marga af mikilvægustu leikjum á ferlinum, bæði landsleiki og félagsliðum. Við förum yfir öll helstu kerfi andstæðinganna, svo vel að við kunnum þau utanbókar. Við í Sundsvall erum þegar þessi orð eru skrifuð í einvígi í átta liða úrslitum og er staðan 2-2. Við urðum í fyrsta sæti en þeir (Jamtland) í því áttunda. Fyrirfram og ef tekið er mið af leikmannahóp liðanna þá ættum við að vinna. Þeir hafa komið mjög vel undirbúnir og hafa valdið okkur erfiðleikum með sinni taktík, bæði í vörn og sókn. Ég fullyrði að ef þeir hefðu engu breytt og einfaldlega mætt til að berjast og gera sitt besta hefðum við unnið þetta einvígi 3-0. Þeirra hernaðaráætlun er hins vegar búin að gefa þeim möguleika í þessu einvígi, vona samt að það dugi ekki til. Öllu má ofgera, þitt eigið lið er alltaf það sem skiptir mestu máli. En góður undirbúningur og gott leikskipulag getur verið sá þáttur sem skilur á milli liða. Einn góður vinur minn sem hefur náð langt orðaði þetta vel. Þetta er stríð og ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn með baráttuna eina að vopni og sjá þar menn vopnaða hríðskotabyssum. Íslenski körfuboltinn Pistillinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Fyrir mikilvæga körfuboltaleiki er oft talað um baráttu, ákveðni og vilja sem lykil að sigri. Það er hárrétt þó sumt af þessu ætti ekki að þurfa að innprenta í alvöru leikmenn á ögurstundu. Það sem mér finnst vanta hjá íslenskum liðum er gott „gameplan" og undirbúningur fyrir leiki, hernaðaráætlun, það er mikilvægt til að fara á næsta stig. Þessu sinna þjálfarar misvel, sumir vegna leti en aðrir vegna tímaskorts sem er skiljanleg ástæða, þetta er jú ekki fullt starf hjá öllum þjálfurum. Svo eru þeir sem leggja tíma í þetta og hjálpa sínum liðum með ýmsum smáatriðum sem saman verða að mikilvægum þætti í undirbúningi liðsins. Þeirra lið hafa forskot. Ég hef kynnst báðum hliðum, að vera sá sem ekkert hefur í höndunum nema baráttuna og viljann en einnig sá sem hefur öfluga hernaðaráætlun á bak við sig sem maður getur treyst. Þjálfararnir mínir hérna í Svíþjóð eyða miklum tíma í þennan undirbúning. Þegar ég hugsa til baka er ég betur undirbúinn fyrir leiki sem skipta litlu máli hérna heldur en ég var fyrir marga af mikilvægustu leikjum á ferlinum, bæði landsleiki og félagsliðum. Við förum yfir öll helstu kerfi andstæðinganna, svo vel að við kunnum þau utanbókar. Við í Sundsvall erum þegar þessi orð eru skrifuð í einvígi í átta liða úrslitum og er staðan 2-2. Við urðum í fyrsta sæti en þeir (Jamtland) í því áttunda. Fyrirfram og ef tekið er mið af leikmannahóp liðanna þá ættum við að vinna. Þeir hafa komið mjög vel undirbúnir og hafa valdið okkur erfiðleikum með sinni taktík, bæði í vörn og sókn. Ég fullyrði að ef þeir hefðu engu breytt og einfaldlega mætt til að berjast og gera sitt besta hefðum við unnið þetta einvígi 3-0. Þeirra hernaðaráætlun er hins vegar búin að gefa þeim möguleika í þessu einvígi, vona samt að það dugi ekki til. Öllu má ofgera, þitt eigið lið er alltaf það sem skiptir mestu máli. En góður undirbúningur og gott leikskipulag getur verið sá þáttur sem skilur á milli liða. Einn góður vinur minn sem hefur náð langt orðaði þetta vel. Þetta er stríð og ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn með baráttuna eina að vopni og sjá þar menn vopnaða hríðskotabyssum.
Íslenski körfuboltinn Pistillinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira