Aðeins tveir af bönkunum sex fá að lifa 2. apríl 2011 08:00 Viðskiptavinir í biðröð við hraðbanka annars tveggja stóru bankanna sem ákveðið hefur verið að lifi af þjóðnýtingu bankakerfisins.fréttablaðið/AP Írska stjórnin vill enn fá því framgengt að erlendir kröfuhafar taki að hluta á sig skellinn af gjaldþroti írsku bankanna. Seðlabanki Evrópu, sem hefur höfuðstöðvar í Frankfurt, hefur hins vegar staðið í veginum. Á fimmtudag leiddi nýtt álagspróf í ljós að björgunarféð sem írska ríkið þarf að útvega bönkunum er 70,5 milljarðar evra, eða um það bil 11.500 milljarðar króna. Þetta er 24 milljörðum evra eða nærri 4.000 milljörðum króna hærri upphæð en áður var gert ráð fyrir. Í framhaldi af þessum upplýsingum kynnti írska stjórnin áform sín um uppstokkun á bankakerfinu: Ákvörðun hefur verið tekin um að einungis tveir af stóru bönkunum sex sem komnir eru í ríkiseigu fái að lifa áfram: Anglo-Irish Bank og Bank of Ireland. Írska stjórnin hefur fengið samþykki hjá Seðlabanka Evrópu til þess að láta eigendur veðtryggðra skuldabréfa taka á sig fimm milljarða evra tap, en það samsvarar ríflega 800 milljörðum króna. Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, segir Seðlabankann hins vegar ekki fáanlegan til að samþykkja að forgangskröfuhafar, sem einkum eru breskir, þýskir og bandarískir bankar með óveðbundnar kröfur, taki á sig neitt tap. Noonan sagði þetta þveröfugt við þá leið sem farin hefði verið í Bandaríkjunum, þar sem kröfuhafar fengu á sig skellinn fljótlega eftir að bankakreppan þar skall á. „Bandaríska leiðin við að gera hlutina er að deila byrðunum og láta lánardrottna taka á sig hluta sársaukans. Evrópska leiðin er önnur,“ segir Noonan. Hann var ósáttur við áform Evrópusambandsins um að breyta þessu með nýjum reglum, sem eiga ekki að taka gildi fyrr en árið 2013, en þá yrði það orðið of seint fyrir Írland. Noonan segir írsku stjórnina ekki ætla að ganga gegn vilja Evrópska seðlabankans í þessum efnum, en gerir sér þó vonir um að bankinn verði fáanlegur til að skipta um skoðun, enda sé ekki einhugur meðal bankastjóra hans um málið. „Bankinn í Frankfurt er að útvega nærri 200 milljarða evrur í lausafé fyrir írska bankakerfið. Við sögðumst vilja deila byrðunum en við myndum ekki gera það einhliða,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Írska stjórnin vill enn fá því framgengt að erlendir kröfuhafar taki að hluta á sig skellinn af gjaldþroti írsku bankanna. Seðlabanki Evrópu, sem hefur höfuðstöðvar í Frankfurt, hefur hins vegar staðið í veginum. Á fimmtudag leiddi nýtt álagspróf í ljós að björgunarféð sem írska ríkið þarf að útvega bönkunum er 70,5 milljarðar evra, eða um það bil 11.500 milljarðar króna. Þetta er 24 milljörðum evra eða nærri 4.000 milljörðum króna hærri upphæð en áður var gert ráð fyrir. Í framhaldi af þessum upplýsingum kynnti írska stjórnin áform sín um uppstokkun á bankakerfinu: Ákvörðun hefur verið tekin um að einungis tveir af stóru bönkunum sex sem komnir eru í ríkiseigu fái að lifa áfram: Anglo-Irish Bank og Bank of Ireland. Írska stjórnin hefur fengið samþykki hjá Seðlabanka Evrópu til þess að láta eigendur veðtryggðra skuldabréfa taka á sig fimm milljarða evra tap, en það samsvarar ríflega 800 milljörðum króna. Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, segir Seðlabankann hins vegar ekki fáanlegan til að samþykkja að forgangskröfuhafar, sem einkum eru breskir, þýskir og bandarískir bankar með óveðbundnar kröfur, taki á sig neitt tap. Noonan sagði þetta þveröfugt við þá leið sem farin hefði verið í Bandaríkjunum, þar sem kröfuhafar fengu á sig skellinn fljótlega eftir að bankakreppan þar skall á. „Bandaríska leiðin við að gera hlutina er að deila byrðunum og láta lánardrottna taka á sig hluta sársaukans. Evrópska leiðin er önnur,“ segir Noonan. Hann var ósáttur við áform Evrópusambandsins um að breyta þessu með nýjum reglum, sem eiga ekki að taka gildi fyrr en árið 2013, en þá yrði það orðið of seint fyrir Írland. Noonan segir írsku stjórnina ekki ætla að ganga gegn vilja Evrópska seðlabankans í þessum efnum, en gerir sér þó vonir um að bankinn verði fáanlegur til að skipta um skoðun, enda sé ekki einhugur meðal bankastjóra hans um málið. „Bankinn í Frankfurt er að útvega nærri 200 milljarða evrur í lausafé fyrir írska bankakerfið. Við sögðumst vilja deila byrðunum en við myndum ekki gera það einhliða,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent