Vilja skapa 10 þúsund störf á þremur árum 1. apríl 2011 04:00 Tillögur Kynntar Aðilar vinnumarkaðarins hittu stjórnvöld á fundi í gær þar sem kynntar voru tillögur til að örva efnahagslífið. Forsætisráðherra sagði útgjaldaauka ríkisins gætu skipt tugum milljarða en vonast væri eftir samningi til þriggja ára. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær. Tillögur stjórnvalda eru enn eingöngu til í drögum sem lögð voru fram í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundina í gær að í þeim fælust mörg og viðamikil verkefni sem gætu jafnvel numið fimmtíu prósenta aukningu á opinberum framkvæmdum miðað við fjárlög. Jóhanna sagði að óvissa væri í vegamálum þar sem verulega myndi muna um ef hægt væri að leggja í umbætur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Taldi hún að þessi áætlun gæti liðkað fyrir samningum. „Útgjaldaaukning ríkisins, í tekjutapi og útgjöldum, gæti skipt tugum milljarða króna, en við erum að vonast til þess að ef samið verði til þriggja ára muni það auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu og þannig muni hluti af útgjöldunum nást til baka. Þar skiptir stöðugleiki máli.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ekki ætti að líta til skammtímaáhrifa aðgerðanna á ríkissjóð. „Við erum að veðja á framtíðina. Að hér verði hagvöxtur og hjólin fari í gang og umsvifin í hagkerfinu aukist. Þá getur verið réttlætanlegt að taka byrðar á ríki og opinbera aðila sem skila sér til baka í auknum umsvifum síðar.“ Spurður hversu mörg störf gætu skapast vísaði Steingrímur til þess markmiðs stjórnarinnar að ná atvinnuleysi niður fyrir fimm prósent á næstu þremur árum og sagði að það kallaði á tíu þúsund ný störf á því tímabili. Náist sátt um tillögurnar verður strax hafinn undirbúningur aðgerða, meðal annars með lagabreytingum. Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að tillögur stjórnarinnar séu sæmileg byrjun. „En það verður að vera kristaltært í huga ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsmálin verða að klárast. Annað er útilokað.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að tillögurnar feli í sér grunn sem geti nýst í samningaviðræðum. Hún kveðst hafa áhyggjur af aukningu á útgjöldum úr ríkissjóði sem geti kallað á niðurskurð í almannaþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir að of snemmt sé að segja hvort tillögurnar muni liðka fyrir kjaraviðræðum. „Ekki að óbreyttu, en við erum að skoða málin.“ ASÍ og SA funduðu sín á milli um tillögurnar í gær. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær. Tillögur stjórnvalda eru enn eingöngu til í drögum sem lögð voru fram í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundina í gær að í þeim fælust mörg og viðamikil verkefni sem gætu jafnvel numið fimmtíu prósenta aukningu á opinberum framkvæmdum miðað við fjárlög. Jóhanna sagði að óvissa væri í vegamálum þar sem verulega myndi muna um ef hægt væri að leggja í umbætur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Taldi hún að þessi áætlun gæti liðkað fyrir samningum. „Útgjaldaaukning ríkisins, í tekjutapi og útgjöldum, gæti skipt tugum milljarða króna, en við erum að vonast til þess að ef samið verði til þriggja ára muni það auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu og þannig muni hluti af útgjöldunum nást til baka. Þar skiptir stöðugleiki máli.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ekki ætti að líta til skammtímaáhrifa aðgerðanna á ríkissjóð. „Við erum að veðja á framtíðina. Að hér verði hagvöxtur og hjólin fari í gang og umsvifin í hagkerfinu aukist. Þá getur verið réttlætanlegt að taka byrðar á ríki og opinbera aðila sem skila sér til baka í auknum umsvifum síðar.“ Spurður hversu mörg störf gætu skapast vísaði Steingrímur til þess markmiðs stjórnarinnar að ná atvinnuleysi niður fyrir fimm prósent á næstu þremur árum og sagði að það kallaði á tíu þúsund ný störf á því tímabili. Náist sátt um tillögurnar verður strax hafinn undirbúningur aðgerða, meðal annars með lagabreytingum. Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að tillögur stjórnarinnar séu sæmileg byrjun. „En það verður að vera kristaltært í huga ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsmálin verða að klárast. Annað er útilokað.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að tillögurnar feli í sér grunn sem geti nýst í samningaviðræðum. Hún kveðst hafa áhyggjur af aukningu á útgjöldum úr ríkissjóði sem geti kallað á niðurskurð í almannaþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir að of snemmt sé að segja hvort tillögurnar muni liðka fyrir kjaraviðræðum. „Ekki að óbreyttu, en við erum að skoða málin.“ ASÍ og SA funduðu sín á milli um tillögurnar í gær. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira