Almannagjá dýpkar 1. apríl 2011 05:00 Almannagjá og hakið Mikil hola opnaðist á stígnum um Almannagjá. Undir er eins konar hellir, sem reyndist ná undir stíginn þar sem grafan stendur. Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, stendur við opið. Mynd/Einar Sæmundsen Einar Á. E. Sæmundsen Fræðslufulltrúinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum stendur hér við op sprungunnar, sem hann telur vera tíu og tólf metra djúpa. l„Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er líklega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíginn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaðastíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann samspil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa valdið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarðinum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarðveginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Einar Á. E. Sæmundsen Fræðslufulltrúinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum stendur hér við op sprungunnar, sem hann telur vera tíu og tólf metra djúpa. l„Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er líklega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíginn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaðastíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann samspil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa valdið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarðinum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarðveginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira