Lagfæra brotalamir í ættleiðingarlöggjöf 31. mars 2011 06:45 Ættleitt Fjölmargar tillögur um úrbætur á lögum um ættleiðingar eru í nýlegri úttekt sem unnin var fyrir innanríkisráðuneytið.Nordicphotos/AFP Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlunin að umturna kerfinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norðurlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þessum málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahagsástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, heldur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grundvallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækjendum verði flutt frá barnaverndarnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag sér sýslumaðurinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlunin að umturna kerfinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norðurlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þessum málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahagsástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, heldur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grundvallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækjendum verði flutt frá barnaverndarnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag sér sýslumaðurinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira