Máli tannlæknisins var vísað frá dómi 31. mars 2011 07:00 tannViðgerðir Um leið og tannlæknirinn fékk matsgerð dómkvadds sérfræðings í hendur kannaði hann gögn sín og í ljós kom að eðlilegar skýringar voru á nánast öllum þeim tilvikum sem matsmaðurinn hafði gert athugasemdir við. Máli tannlæknis á Suðurnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik, með því að framvísa til Tryggingastofnunar reikningum vegna tannviðgerða sem hann hafði ekki unnið, var í gær vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn sagði „bresta svo mjög á skýrleika verknaðarlýsingar í ákæru að ákærða verði með réttu ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim“. Forsaga þessa máls, sem verið hefur í gangi árum saman, er sú að 18. september 2006 kærði Tryggingastofnun ríkisins tannlækninn til lögreglu og krafðist þess að fram færi opinber rannsókn á ætluðum auðgunarbrotum hans í starfi sem tannlæknir með röngum reikningsfærslum á hendur stofnuninni. Í kærunni kom fram að tannlæknirinn hefði til margra ára skorið sig verulega úr í samanburði við aðra tannlækna í því hve margar viðgerðir hann gerði í munni hvers og eins. Hefði TR leitað eftir skýringum á þessu hjá tannlækninum en ekki verið sátt við skýringar hans. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og var jafnvel talið, samkvæmt upplýsingum sem þeim voru veittar, að svikin næmu allt að 200 milljónum króna síðustu þrjátíu ár, uppreiknað til nóvember 2007. Samkvæmt ákærunni sem síðan var þingfest var tannlækninum gefið að sök á hafa á árunum 2003 til 2006 svikið út rúmar 129 þúsund krónur vegna 34 tannviðgerða í ellefu einstaklingum. Niðurstöðum tveggja matsmanna sem fengnir voru hvor í sínu lagi með þriggja ára tímabili til að skoða sama sjúklingahóp tannlæknisins bar ekki saman. Annar sagði 164 fyllingar vanta en hinn gat ekki greint 34 fyllingar. Tannlæknirinn kvaðst, eftir könnun gagna sinna, eðlilegar skýringar vera á nánast öllum þeim tilvikum sem síðarnefndi matsmaðurinn gerði athugasemdir við. Í niðurstöðu dómsins segir að í ákæru hafi ekki verið tilgreind rétt fjárhæð þeirra reikninga sem tannlækninum var gefið að sök að hafa framvísað við Tryggingastofnun. Þá væru dagsetningar og númer reikninganna ekki tilgreind í ákæru og verknaðarlýsing óljós. Í ljósi þessa var málinu vísað frá dómi. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Máli tannlæknis á Suðurnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik, með því að framvísa til Tryggingastofnunar reikningum vegna tannviðgerða sem hann hafði ekki unnið, var í gær vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn sagði „bresta svo mjög á skýrleika verknaðarlýsingar í ákæru að ákærða verði með réttu ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim“. Forsaga þessa máls, sem verið hefur í gangi árum saman, er sú að 18. september 2006 kærði Tryggingastofnun ríkisins tannlækninn til lögreglu og krafðist þess að fram færi opinber rannsókn á ætluðum auðgunarbrotum hans í starfi sem tannlæknir með röngum reikningsfærslum á hendur stofnuninni. Í kærunni kom fram að tannlæknirinn hefði til margra ára skorið sig verulega úr í samanburði við aðra tannlækna í því hve margar viðgerðir hann gerði í munni hvers og eins. Hefði TR leitað eftir skýringum á þessu hjá tannlækninum en ekki verið sátt við skýringar hans. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og var jafnvel talið, samkvæmt upplýsingum sem þeim voru veittar, að svikin næmu allt að 200 milljónum króna síðustu þrjátíu ár, uppreiknað til nóvember 2007. Samkvæmt ákærunni sem síðan var þingfest var tannlækninum gefið að sök á hafa á árunum 2003 til 2006 svikið út rúmar 129 þúsund krónur vegna 34 tannviðgerða í ellefu einstaklingum. Niðurstöðum tveggja matsmanna sem fengnir voru hvor í sínu lagi með þriggja ára tímabili til að skoða sama sjúklingahóp tannlæknisins bar ekki saman. Annar sagði 164 fyllingar vanta en hinn gat ekki greint 34 fyllingar. Tannlæknirinn kvaðst, eftir könnun gagna sinna, eðlilegar skýringar vera á nánast öllum þeim tilvikum sem síðarnefndi matsmaðurinn gerði athugasemdir við. Í niðurstöðu dómsins segir að í ákæru hafi ekki verið tilgreind rétt fjárhæð þeirra reikninga sem tannlækninum var gefið að sök að hafa framvísað við Tryggingastofnun. Þá væru dagsetningar og númer reikninganna ekki tilgreind í ákæru og verknaðarlýsing óljós. Í ljósi þessa var málinu vísað frá dómi. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira