Samskiptin batna ekki með nei-i 31. mars 2011 05:45 Samningur kynntur Lee C. Buchheit, sem fór fyrir samninganefnd Íslands í síðustu lotu Icesave-deilunnar segir dómstólaleið áhættusama.Fréttablaðið/Valli Mat Lees C. Buchheit, formanns íslensku samninganefndarinnar, er að ómældur hliðarkostnaður geti verið í því falinn að hafa Icesave-deiluna óleysta yfir höfði þjóðarinnar. Er þá ekki litið til áhættunnar af því að málið gæti tapast „með skelfilegum afleiðingum" að hans mati. Þetta kom fram í viðtali Fréttablaðsins við Buchheit í desember síðastliðnum skömmu eftir að samninganefndin kynnti nýjan Icesave-samning. Buchheit sagðist telja samningaleiðina þá réttu, ekki dómstólaleiðina. Eins sagði hann ljóst að með fyrirliggjandi samningi væri samningaleiðin fullreynd. Ríkisstjórnir Breta og Hollendinga gætu ekki farið fram á að skattgreiðendur í þeim löndum niðurgreiddu lán til Íslendinga vegna Icesave. Í viðtali við Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmann og fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni, sem Fréttablaðið birti í febrúarbyrjun, kom jafnframt fram að jafnvel þótt mál ynnist fyrir EFTA-dómstóli gæti falist í því kostnaður fyrir þjóðina. „Það þarf auðvitað að reka málið og standa í þessum útistöðum í einhvern tíma í viðbót. Og það hefur í það minnsta ekki jákvæð áhrif fyrir Ísland," sagði hann þá og áréttaði um leið að fyrirséður kostnaður við nýja Icesave-samninginn væri bara brot af kostnaði sem hlotist gæti af töpuðu máli. Fréttir Icesave Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Mat Lees C. Buchheit, formanns íslensku samninganefndarinnar, er að ómældur hliðarkostnaður geti verið í því falinn að hafa Icesave-deiluna óleysta yfir höfði þjóðarinnar. Er þá ekki litið til áhættunnar af því að málið gæti tapast „með skelfilegum afleiðingum" að hans mati. Þetta kom fram í viðtali Fréttablaðsins við Buchheit í desember síðastliðnum skömmu eftir að samninganefndin kynnti nýjan Icesave-samning. Buchheit sagðist telja samningaleiðina þá réttu, ekki dómstólaleiðina. Eins sagði hann ljóst að með fyrirliggjandi samningi væri samningaleiðin fullreynd. Ríkisstjórnir Breta og Hollendinga gætu ekki farið fram á að skattgreiðendur í þeim löndum niðurgreiddu lán til Íslendinga vegna Icesave. Í viðtali við Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmann og fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni, sem Fréttablaðið birti í febrúarbyrjun, kom jafnframt fram að jafnvel þótt mál ynnist fyrir EFTA-dómstóli gæti falist í því kostnaður fyrir þjóðina. „Það þarf auðvitað að reka málið og standa í þessum útistöðum í einhvern tíma í viðbót. Og það hefur í það minnsta ekki jákvæð áhrif fyrir Ísland," sagði hann þá og áréttaði um leið að fyrirséður kostnaður við nýja Icesave-samninginn væri bara brot af kostnaði sem hlotist gæti af töpuðu máli.
Fréttir Icesave Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira