Garðbæingar ósáttir við veislur í rólóhúsi 30. mars 2011 06:00 Á aflóga róluvelli við baklóðir íbúarhúsa við Faxatún hefur Kiwanisklúbburinn Setberg aðstöðu í gömlu húsi í eigu bæjarins. Fjær sést skátaheimili Vífils í blárri byggingu.Fréttablaðið/Vilhelm Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi á Silfurtúnssvæðinu er gert ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. Þetta segir Auður Hallgrímsdóttir vera eina af betri hugmyndunum í tillögunni því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum. „Í gamla gæsluvallarhúsinu á þessum róluvelli hafa Kiwanis-menn haldið til í tæplega þrjátíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæginda," segir Auður. Gamli Róluvöllurinn er milli bakgarða íbúðarhúsa við Faxatún. Kiwanis-klúbburinn Setberg hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu bæjarins. „Þarna halda þeir félagsfundi með alls kyns umstangi auk þess sem ónæði er af bílaumferð inn á viðkvæman stað. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum," lýsir Auður ástandinu. Matthías G. Pétursson, stjórnarmaður í Kiwanisklúbbnum Setbergi, segist kannast við að sumir hafi fett fingur út í bílaumferð að húsi Setbergs. Sögur af ónæði vegna veisluhalda komi honum hins vegar á óvart. „Útleigan er í algjöru lágmarki og er helst fyrir fermingarveislur eða afmæli fyrir fimmtuga eða eldri. Það er ekki verið að leigja unglingum eða ungum krökkum þannig að það er ekki óreglunni fyrir að fara," segir hann. Félagsmenn í Setbergi um tuttugu talsins. Matthías segir þá funda hálfsmánaðarlega. Meðalaldur Setbergsmanna sé um sjötugt. „Markmið okkar er að styðja við íbúa bæjarins og höfum gert það. Þetta er bara klúbbur sem er að láta gott af sér leiða en er ekki að hittast til að drekka brennivín eða halda fagnaði." Þá segir Auður íbúa Faxatúns og Goðatúns sem næst séu skátaheimili á Bæjarbraut vera mjög ósátta. „Húsið er leigt út fyrir skemmtanir um helgar og það þýðir mikið ónæði fyrir íbúana enda snúa svefnherbergi þeirra að skátaheimilinu," segir hún. Skátaheimilið, sem byggt var 2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil og Hjálparsveit skáta. „Um leið og kvartanir bárust frá íbúum hættum við að leigja salinn út fyrir veislur á kvöldin," segir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi á Silfurtúnssvæðinu er gert ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. Þetta segir Auður Hallgrímsdóttir vera eina af betri hugmyndunum í tillögunni því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum. „Í gamla gæsluvallarhúsinu á þessum róluvelli hafa Kiwanis-menn haldið til í tæplega þrjátíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæginda," segir Auður. Gamli Róluvöllurinn er milli bakgarða íbúðarhúsa við Faxatún. Kiwanis-klúbburinn Setberg hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu bæjarins. „Þarna halda þeir félagsfundi með alls kyns umstangi auk þess sem ónæði er af bílaumferð inn á viðkvæman stað. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum," lýsir Auður ástandinu. Matthías G. Pétursson, stjórnarmaður í Kiwanisklúbbnum Setbergi, segist kannast við að sumir hafi fett fingur út í bílaumferð að húsi Setbergs. Sögur af ónæði vegna veisluhalda komi honum hins vegar á óvart. „Útleigan er í algjöru lágmarki og er helst fyrir fermingarveislur eða afmæli fyrir fimmtuga eða eldri. Það er ekki verið að leigja unglingum eða ungum krökkum þannig að það er ekki óreglunni fyrir að fara," segir hann. Félagsmenn í Setbergi um tuttugu talsins. Matthías segir þá funda hálfsmánaðarlega. Meðalaldur Setbergsmanna sé um sjötugt. „Markmið okkar er að styðja við íbúa bæjarins og höfum gert það. Þetta er bara klúbbur sem er að láta gott af sér leiða en er ekki að hittast til að drekka brennivín eða halda fagnaði." Þá segir Auður íbúa Faxatúns og Goðatúns sem næst séu skátaheimili á Bæjarbraut vera mjög ósátta. „Húsið er leigt út fyrir skemmtanir um helgar og það þýðir mikið ónæði fyrir íbúana enda snúa svefnherbergi þeirra að skátaheimilinu," segir hún. Skátaheimilið, sem byggt var 2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil og Hjálparsveit skáta. „Um leið og kvartanir bárust frá íbúum hættum við að leigja salinn út fyrir veislur á kvöldin," segir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira