Jón mætti ekki á fund með SA og LÍÚ 30. mars 2011 07:00 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætti ekki til fundar sem hann hafði verið boðaður á með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forystumönnum Samtaka atvinnulífsins og útvegsmanna síðdegis á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom fjarvera Jóns á fundinum samráðherrum hans á óvart, en mikil áhersla hafði verið lögð á það mánuðum saman af hálfu forsvarsmanna í atvinnulífinu að fá fund með þessum þremur ráðherrum saman til að ræða áformaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fulltrúar SA og Landssambands íslenskra útvegsmanna hafi verið mættir til fundar við ráðherrana þegar kom upp úr dúrnum að Jón Bjarnason væri farinn til Kaupmannahafnar á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Norðurlandaríkja, en fundarefnið er samstarf ríkjanna um erfðaauðlindir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu hafa gert ráð fyrir að Jón mætti til fundarins, en fréttu utan að sér að hann væri farinn til Kaupmannahafnar. Fjarvera sjávarútvegsráðherrans og þau svör sem fengust af hálfu hinna ráðherranna munu vera ein meginástæða þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að lokakafla samningaviðræðna við Alþýðusambandið um nýjan kjarasamning hafi verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að óvissa væri um aðkomu ríkisvaldsins að mörgum málum, þar á meðal sjávarútvegsmálum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að boð um þennan fund lægi ekki fyrir í ráðuneytinu. „Það var enginn slíkur fundur haldinn hér í ráðuneytinu né heldur að það liggi fyrir hér boð um slíkan fund. Hafi verið ákveðið að halda slíkan fund eftir að ráðherra fór utan er auðvitað ekkert við því að segja, en það má benda á að utanfarir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa ekki verið margar á síðustu misserum og þetta er hans fyrsta utanferð á þessu ári.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætti ekki til fundar sem hann hafði verið boðaður á með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forystumönnum Samtaka atvinnulífsins og útvegsmanna síðdegis á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom fjarvera Jóns á fundinum samráðherrum hans á óvart, en mikil áhersla hafði verið lögð á það mánuðum saman af hálfu forsvarsmanna í atvinnulífinu að fá fund með þessum þremur ráðherrum saman til að ræða áformaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fulltrúar SA og Landssambands íslenskra útvegsmanna hafi verið mættir til fundar við ráðherrana þegar kom upp úr dúrnum að Jón Bjarnason væri farinn til Kaupmannahafnar á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Norðurlandaríkja, en fundarefnið er samstarf ríkjanna um erfðaauðlindir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu hafa gert ráð fyrir að Jón mætti til fundarins, en fréttu utan að sér að hann væri farinn til Kaupmannahafnar. Fjarvera sjávarútvegsráðherrans og þau svör sem fengust af hálfu hinna ráðherranna munu vera ein meginástæða þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að lokakafla samningaviðræðna við Alþýðusambandið um nýjan kjarasamning hafi verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að óvissa væri um aðkomu ríkisvaldsins að mörgum málum, þar á meðal sjávarútvegsmálum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að boð um þennan fund lægi ekki fyrir í ráðuneytinu. „Það var enginn slíkur fundur haldinn hér í ráðuneytinu né heldur að það liggi fyrir hér boð um slíkan fund. Hafi verið ákveðið að halda slíkan fund eftir að ráðherra fór utan er auðvitað ekkert við því að segja, en það má benda á að utanfarir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa ekki verið margar á síðustu misserum og þetta er hans fyrsta utanferð á þessu ári.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira