Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 23. mars 2011 00:01 Guðmundur G. Þórarinsson. „Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum," segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtækinu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnaðist fyrir fjörutíu árum í afmælisgjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengdum Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmennina frá sér ekki vera neitt sérstaklega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby's en þeir selja víst ekki svona söfnunargripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York." Þriðja skákin var tefld inní bakherbergi Laugardalshallarinnar og þykir af þeim sökum nokkuð söguleg. Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborðið og taflmennirnir sem þeir notuðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir taflmenn hafa mjög merkilega sögu." Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönnum tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game" enda bjargaði hún einvíginu." Guðmundur fékk taflmennina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirnir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heimsóknir á ári frá erlendum sjónvarpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svolítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði." Einvígi aldarinnar Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum," segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtækinu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnaðist fyrir fjörutíu árum í afmælisgjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengdum Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmennina frá sér ekki vera neitt sérstaklega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby's en þeir selja víst ekki svona söfnunargripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York." Þriðja skákin var tefld inní bakherbergi Laugardalshallarinnar og þykir af þeim sökum nokkuð söguleg. Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborðið og taflmennirnir sem þeir notuðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir taflmenn hafa mjög merkilega sögu." Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönnum tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game" enda bjargaði hún einvíginu." Guðmundur fékk taflmennina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirnir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heimsóknir á ári frá erlendum sjónvarpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svolítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði."
Einvígi aldarinnar Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira