Fá sólpall og heitan pott í lóðarkaupum 18. mars 2011 05:00 Sólpalli markaður staður Vinir Agnars Sigurðssonar minntust þess í síðustu viku að hundrað ár eru frá fæðingu hans og mörkuðu væntanlegum sólpalli stað með vískidreitli. Sólpallurinn ber nafn Agnars og heitir Aggapallur. Neðan við hann verður heiti potturinn Guðlaug.MYnd/Úr Einkasafni Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agnars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðastliðinn. Agnar vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sólpallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agnars kölluðu þau Haraldur og Ingibjörg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskíkút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæjarins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir tilboð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá málinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Ingibjörg segir pallinn og setlaugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agnars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðastliðinn. Agnar vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sólpallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agnars kölluðu þau Haraldur og Ingibjörg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskíkút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæjarins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir tilboð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá málinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Ingibjörg segir pallinn og setlaugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira