Þarf samt að draga úr rekstrarkostnaði 10. mars 2011 05:00 Langar biðraðir mynduðust fyrir utan útibú Northern Rock þegar viðskiptavinir vildu taka út innstæður sínar í bankaáhlaupi fyrir rúmum þremur árum.Fréttablaðið/afp Breski bankinn Northern Rock tapaði 232,4 milljónum punda í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 44 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptavinir bankans gerðu áhlaup á hann haustið 2007 og tóku út innstæður sínar eftir að spurðist út að stjórnendur hans óskuðu eftir neyðarláni hjá breska seðlabankanum nokkru áður. Bankinn var við það að fara á hliðina þegar breska ríkið skarst í leikinn og tók hann yfir til að forða honum frá gjaldþroti í febrúar 2008. Northern Rock er enn í ríkiseigu. Uppgjör hans nú er það fyrsta eftir að nýr banki reis á rústum þess gamla. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Ron Sandler, starfandi stjórnarformanni bankans, að afkoman sé undir væntingum. Blaðið segir 650 manns hafa verið sagt upp hjá bankanum í fyrra og geri Sandler ráð fyrir að fleirum verði sagt upp á þessu ári í því augnamiði að draga úr rekstrarkostnaði. Þrátt fyrir tapið fær starfsfólk bankans, 4.500 í heildina, bónusgreiðslur upp á 13,1 milljón punda, um þrjú þúsund pund á mann. Það jafngildir að meðaltali rúmri hálfri milljón króna. Greiðslurnar eru þó misháar eftir stöðugildum en fjármálastjóri bankans fær 185 þúsund pund, jafnvirði tæpra 35 milljóna króna.- jab Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breski bankinn Northern Rock tapaði 232,4 milljónum punda í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 44 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptavinir bankans gerðu áhlaup á hann haustið 2007 og tóku út innstæður sínar eftir að spurðist út að stjórnendur hans óskuðu eftir neyðarláni hjá breska seðlabankanum nokkru áður. Bankinn var við það að fara á hliðina þegar breska ríkið skarst í leikinn og tók hann yfir til að forða honum frá gjaldþroti í febrúar 2008. Northern Rock er enn í ríkiseigu. Uppgjör hans nú er það fyrsta eftir að nýr banki reis á rústum þess gamla. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Ron Sandler, starfandi stjórnarformanni bankans, að afkoman sé undir væntingum. Blaðið segir 650 manns hafa verið sagt upp hjá bankanum í fyrra og geri Sandler ráð fyrir að fleirum verði sagt upp á þessu ári í því augnamiði að draga úr rekstrarkostnaði. Þrátt fyrir tapið fær starfsfólk bankans, 4.500 í heildina, bónusgreiðslur upp á 13,1 milljón punda, um þrjú þúsund pund á mann. Það jafngildir að meðaltali rúmri hálfri milljón króna. Greiðslurnar eru þó misháar eftir stöðugildum en fjármálastjóri bankans fær 185 þúsund pund, jafnvirði tæpra 35 milljóna króna.- jab
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent