Einkarekstrarformið dautt í bili segir BVS 26. febrúar 2011 06:00 Árbót í aðaldal Bragi telur að samningarnir við Árbót og Torfastaði hafi skapað fordæmi í máli Götusmiðjunnar sem erfitt hefði verið fyrir Barnaverndarstofu að hunsa. Bragi Guðbrandsson „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. Í skýrslunni er sjónum einkum beint að svokölluðu Árbótarmáli og 30 milljóna bótagreiðsla til eigenda heimilisins, sem þáverandi félags- og fjármálaráðherra ákváðu, sögð hafa gengið í gegn án nokkurrar lagaskyldu eða málefnalegra röksemda. Þá er einnig vikið að öðrum uppgjörsgreiðslum, til heimilanna Torfastaða og Götusmiðjunnar, sem þó eru sagðar ósambærilegar. Bragi segir að skýrslan sýni að slík óvissa ríki um það hvernig fara skuli með framkvæmd þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila að það sé ekki vinnandi vegur að halda einkarekstrarforminu til streitu án þess að verulegar breytingar verði á. Bragi segist í heildina ánægður með skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Því hún tekur í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem Barnaverndarstofa hefur haldið á lofti í tengslum við þessi starfslok meðferðarheimila í gegnum árin, ekki síst er varðar Árbótarmálið.“ Bragi segir að það sé aðallega afstaða Ríkisendurskoðunar til uppgjörsins við Götusmiðjuna sem veldur honum vonbrigðum. Götusmiðjan fékk um 34 milljóna greiðslu, 14 vegna launa starfsfólks og 20 vegna gamalla skulda. „Það má skilja á skýrslunni að það sé sjónarmið Ríkisendurskoðunar að það hefði átt að rifta samningnum á nokkurra bóta. Það finnst mér fullglannaleg niðurstaða með hliðsjón af því að starfsfólkið hafði ekki aðeins fyrirvaralaust misst atvinnu sína heldur stóð líka frammi fyrir að vera launalaust á uppsagnartíma. Auk þess var alveg fyrirsjáanlegt að hefðum við rift samningi einhliða þá hefðu í því falist málaferli með ófyrirséðri útkomu,“ útskýrir Bragi. Bragi segir að það sé vissulega rétt að stofnað hafi verið til skuldanna sem bættar voru áður en þjónustusamningurinn við Barnaverndarstofu kom til. Hins vegar hafi rót þeirra verið vegna meðferðarúrræða fyrir ungmenni og því þótti ekki forsvaranlegt að keyra forstöðumanninn í þrot. Þar að auki hafi samningar félagsmálaráðuneytisins við Torfastaði og Árbót – en sá samningur var langt kominn þegar samið var við Götusmiðjuna – sett fordæmi sem erfitt var að hunsa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Bragi Guðbrandsson „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. Í skýrslunni er sjónum einkum beint að svokölluðu Árbótarmáli og 30 milljóna bótagreiðsla til eigenda heimilisins, sem þáverandi félags- og fjármálaráðherra ákváðu, sögð hafa gengið í gegn án nokkurrar lagaskyldu eða málefnalegra röksemda. Þá er einnig vikið að öðrum uppgjörsgreiðslum, til heimilanna Torfastaða og Götusmiðjunnar, sem þó eru sagðar ósambærilegar. Bragi segir að skýrslan sýni að slík óvissa ríki um það hvernig fara skuli með framkvæmd þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila að það sé ekki vinnandi vegur að halda einkarekstrarforminu til streitu án þess að verulegar breytingar verði á. Bragi segist í heildina ánægður með skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Því hún tekur í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem Barnaverndarstofa hefur haldið á lofti í tengslum við þessi starfslok meðferðarheimila í gegnum árin, ekki síst er varðar Árbótarmálið.“ Bragi segir að það sé aðallega afstaða Ríkisendurskoðunar til uppgjörsins við Götusmiðjuna sem veldur honum vonbrigðum. Götusmiðjan fékk um 34 milljóna greiðslu, 14 vegna launa starfsfólks og 20 vegna gamalla skulda. „Það má skilja á skýrslunni að það sé sjónarmið Ríkisendurskoðunar að það hefði átt að rifta samningnum á nokkurra bóta. Það finnst mér fullglannaleg niðurstaða með hliðsjón af því að starfsfólkið hafði ekki aðeins fyrirvaralaust misst atvinnu sína heldur stóð líka frammi fyrir að vera launalaust á uppsagnartíma. Auk þess var alveg fyrirsjáanlegt að hefðum við rift samningi einhliða þá hefðu í því falist málaferli með ófyrirséðri útkomu,“ útskýrir Bragi. Bragi segir að það sé vissulega rétt að stofnað hafi verið til skuldanna sem bættar voru áður en þjónustusamningurinn við Barnaverndarstofu kom til. Hins vegar hafi rót þeirra verið vegna meðferðarúrræða fyrir ungmenni og því þótti ekki forsvaranlegt að keyra forstöðumanninn í þrot. Þar að auki hafi samningar félagsmálaráðuneytisins við Torfastaði og Árbót – en sá samningur var langt kominn þegar samið var við Götusmiðjuna – sett fordæmi sem erfitt var að hunsa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira