Farmeigendur borgi tjón vegna Goðafoss 24. febrúar 2011 05:00 Ólafur William Hand Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameiginlegu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar skipið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélagsins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björgunarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skipsins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtryggingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggður. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farmeigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunarlaunanna. „Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunarlaunin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameiginlegu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar skipið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélagsins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björgunarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skipsins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtryggingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggður. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farmeigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunarlaunanna. „Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunarlaunin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira