Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá öllum ferðalögum til Líbíu vegna ótryggs ástands í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.
Fólki er enn fremur bent á að fylgjast með því hvað Norðurlandaríkin sendi frá sér um málið. Sem stendur er fólki í löndunum alfarið ráðið frá öllum ferðalögum til Líbíu. Ekki er talið að eins ótryggt ástand sé í Barein, en ráðuneytið mælir þó ekki með ferðalögum þangað.
Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir ráðuneytinu ekki vera kunnugt um að neinir Íslendingar séu á svæðinu.- sv
Ræður fólki frá ferðalögum
