Markmiðið miðstöðvarinnar að útrýma ofbeldi 23. febrúar 2011 02:45 forsvarsmenn miðstöðvarinnar Sigrún Sigurðardóttir forstöðumaður, Ágúst Þór Árnason lögfræðingur og dr. Sigríður Halldórsdóttir prófessor við stofnun samtakanna.mynd/háskólinn á akureyri Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmiðið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Rannsóknarmiðstöðin verður í samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög, bæði hér á landi og erlendis, þar með talið UNICEF. Staðið verður fyrir málþingum og ráðstefnum til að breiða út þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig verður meðferð í boði fyrir þolendur ofbeldis. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, er stofnandi miðstöðvarinnar. Hún segist hafa fengið hugmyndina í janúar þegar hún var búin að liggja yfir rannsóknarniðurstöðum um þolendur ofbeldis og sjá svart á hvítu hversu alvarlegar afleiðingar það hefur. Sigríður segir það gerlegt að ná markmiði samtakanna, að útrýma ofbeldi alveg, en langt sé í land. „Maður á að láta sig dreyma stórt. Og við látum okkur dreyma um ofbeldislaust Ísland sem allra fyrst,“ segir Sigríður. „Við höfum öll óbeit á ofbeldi og okkur finnst það öllum ógeðslegt. En þetta er sums staðar mjög falið og ég legg ríka áherslu á að ég lít svo á að allt ofbeldi sé mannréttindabrot.“ Miðstöðin hefur keypt lénið www.ofbeldi.is og þar verða hinar ýmsu upplýsingar aðgengilegar er varða ofbeldi og afleiðingar þess. „Við viljum að allir þeir sem eru að fræðast um ofbeldi og afleiðingar þess geti nálgast upplýsingar um það á einum stað,“ segir Sigríður. Allir starfsmenn miðstöðvarinnar eru sjálfboðaliðar, en meðlimir í stjórninni eru fjórtán talsins, frá hinum ýmsu starfssviðum samfélagsins.- sv Fréttir Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmiðið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Rannsóknarmiðstöðin verður í samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög, bæði hér á landi og erlendis, þar með talið UNICEF. Staðið verður fyrir málþingum og ráðstefnum til að breiða út þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig verður meðferð í boði fyrir þolendur ofbeldis. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, er stofnandi miðstöðvarinnar. Hún segist hafa fengið hugmyndina í janúar þegar hún var búin að liggja yfir rannsóknarniðurstöðum um þolendur ofbeldis og sjá svart á hvítu hversu alvarlegar afleiðingar það hefur. Sigríður segir það gerlegt að ná markmiði samtakanna, að útrýma ofbeldi alveg, en langt sé í land. „Maður á að láta sig dreyma stórt. Og við látum okkur dreyma um ofbeldislaust Ísland sem allra fyrst,“ segir Sigríður. „Við höfum öll óbeit á ofbeldi og okkur finnst það öllum ógeðslegt. En þetta er sums staðar mjög falið og ég legg ríka áherslu á að ég lít svo á að allt ofbeldi sé mannréttindabrot.“ Miðstöðin hefur keypt lénið www.ofbeldi.is og þar verða hinar ýmsu upplýsingar aðgengilegar er varða ofbeldi og afleiðingar þess. „Við viljum að allir þeir sem eru að fræðast um ofbeldi og afleiðingar þess geti nálgast upplýsingar um það á einum stað,“ segir Sigríður. Allir starfsmenn miðstöðvarinnar eru sjálfboðaliðar, en meðlimir í stjórninni eru fjórtán talsins, frá hinum ýmsu starfssviðum samfélagsins.- sv
Fréttir Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira