Í háskólanum Bergsteinn Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Eftir um það bil sjö ára hlé er ég byrjaður aftur í háskóla. Sem er indælt. Það er gaman í tímum og kaffið á Háskólatorgi ódýrt. Einn ókosturinn við vorönnina er hins vegar hin óumflýjanlegu leiðindi háskólapólitíkurinnar Ég er strax byrjaður að kvíða símtölunum frá einhverjum 21 árs guðfræðinema sem heldur að hann geti hreyft við tómlæti mínu með ræðu um mikilvægi þess að fjölga fjöltengjum í fjölmennustu stofunum eða koma í veg fyrir fleiri stöðumæla. Óþol mitt gagnvart stúdentapólitíkinni helgast sjálfsagt af því að á sínum tíma var ég viðriðinn hana; skipaði 13. sæti Röskvu vorið 2001 ef ég man rétt. Ég veit í sjálfu sér ekki hvers vegna nokkrum fannst akkur í að hafa einhvern eins og mig á lista. Ég hafði nákvæmlega engan áhuga á hagsmunamálum stúdenta. Engu að síður tóku að birtast eftir mig í einhverjum Röskvubæklingum lærðar greinar um skort á fjölskyldustefnu innan Háskólans. Þetta voru svo sem ekkert vitlausar greinar, þannig séð; eini gallinn var sá að ég kannaðist ekkert við að hafa skrifað þær. Áhugaleysi mitt á stúdentapólitík kom sér öllu verr þegar ég var beðinn um að mæta upp í eitthvert símaver í úthringingar, sem gekk í stuttu máli út á það að ónáða fólk heima hjá sér um kvöld og helgar og spyrja hvort einhverjar spurningar brynnu á þeim varðandi stefnu Röskvu í fjölskyldumálum. Sem það gerði langsjaldnast. Í þau örfáu skipti sem einhver vildi sannarlega vita eitthvað um stefnu Röskvu stóð ég fullkomlega á gati. „Til hvers í andskotanum ertu þá að hringja í mig?“ spurði einn sem ég hringdi í. Ég gat ekki annað en tekið undir með honum en hvatti hann samt til að „kjósa rétt“. Þetta voru sannarlega ekki eintóm leiðindi. Röskva hafði betur þetta árið og kosningavakan var þar af leiðandi þónokkuð skemmtileg. Eftir það var skyldum mínum nokkurn veginn lokið; ég mætti reyndar á einn formlegan fund, sem var satt best að segja ein leiðinlegasta lífsreynsla sem ég hef þurft að þola. Þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í stúdentapólitík, burtséð frá fyrir hvaða hreyfingu, ráðlegg ég þetta: Ekki taka þátttöku þína í stúdentapólitík of hátíðlega; hún hefur engan annan tilgang en að veita þér útrás fyrir þína eigin félagsþörf og kemur líklega hvorki til með að hafa áhrif nokkurn annan en þá sem þurfa að umbera þig næstu vikurnar. Og ef þú sérð nafnið mitt á úthringilistanum þínum, værirðu þá til í að tússa bara yfir það, takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Eftir um það bil sjö ára hlé er ég byrjaður aftur í háskóla. Sem er indælt. Það er gaman í tímum og kaffið á Háskólatorgi ódýrt. Einn ókosturinn við vorönnina er hins vegar hin óumflýjanlegu leiðindi háskólapólitíkurinnar Ég er strax byrjaður að kvíða símtölunum frá einhverjum 21 árs guðfræðinema sem heldur að hann geti hreyft við tómlæti mínu með ræðu um mikilvægi þess að fjölga fjöltengjum í fjölmennustu stofunum eða koma í veg fyrir fleiri stöðumæla. Óþol mitt gagnvart stúdentapólitíkinni helgast sjálfsagt af því að á sínum tíma var ég viðriðinn hana; skipaði 13. sæti Röskvu vorið 2001 ef ég man rétt. Ég veit í sjálfu sér ekki hvers vegna nokkrum fannst akkur í að hafa einhvern eins og mig á lista. Ég hafði nákvæmlega engan áhuga á hagsmunamálum stúdenta. Engu að síður tóku að birtast eftir mig í einhverjum Röskvubæklingum lærðar greinar um skort á fjölskyldustefnu innan Háskólans. Þetta voru svo sem ekkert vitlausar greinar, þannig séð; eini gallinn var sá að ég kannaðist ekkert við að hafa skrifað þær. Áhugaleysi mitt á stúdentapólitík kom sér öllu verr þegar ég var beðinn um að mæta upp í eitthvert símaver í úthringingar, sem gekk í stuttu máli út á það að ónáða fólk heima hjá sér um kvöld og helgar og spyrja hvort einhverjar spurningar brynnu á þeim varðandi stefnu Röskvu í fjölskyldumálum. Sem það gerði langsjaldnast. Í þau örfáu skipti sem einhver vildi sannarlega vita eitthvað um stefnu Röskvu stóð ég fullkomlega á gati. „Til hvers í andskotanum ertu þá að hringja í mig?“ spurði einn sem ég hringdi í. Ég gat ekki annað en tekið undir með honum en hvatti hann samt til að „kjósa rétt“. Þetta voru sannarlega ekki eintóm leiðindi. Röskva hafði betur þetta árið og kosningavakan var þar af leiðandi þónokkuð skemmtileg. Eftir það var skyldum mínum nokkurn veginn lokið; ég mætti reyndar á einn formlegan fund, sem var satt best að segja ein leiðinlegasta lífsreynsla sem ég hef þurft að þola. Þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í stúdentapólitík, burtséð frá fyrir hvaða hreyfingu, ráðlegg ég þetta: Ekki taka þátttöku þína í stúdentapólitík of hátíðlega; hún hefur engan annan tilgang en að veita þér útrás fyrir þína eigin félagsþörf og kemur líklega hvorki til með að hafa áhrif nokkurn annan en þá sem þurfa að umbera þig næstu vikurnar. Og ef þú sérð nafnið mitt á úthringilistanum þínum, værirðu þá til í að tússa bara yfir það, takk.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun