Runk hugarfars Bergsteinn Sigurðsson skrifar 4. janúar 2011 09:14 Stærsta vandamál Íslendinga er án nokkurs vafa yfirþyrmandi skortur á auðmýkt og sjálfsgagnrýni. Betur og betur er að koma í ljós að Íslendingar eru ótrúlega sjálfhverfar smásálir, sem eru ófærar um að líta í eigin barm. Ein ógeðslegasta birtingarmynd þeirrar heimtufrekju sem tröllríður þjóðinni á alla vegu er hversu stórkostlega hneykslunargjörn hún er. Þetta er algjörlega óþolandi. Við verðum að hætta þessu rugli gott fólk; hætta allri vandlætingu. Nýtt Ísland verður ekki byggt á upphrópunum og hneykslun!!! Örugglega er ein ástæða þess að við erum í þessari stöðu sú að við reiðum okkur of mikið á hugsun. Hugsun er bundin við fortíðina. Með því að ljá tilveru okkar skilning erum við föst í fortíðinni; með því að hugsa reynum að halda í hið liðna eins og Smáralindarkynslóðaroffitusjúklingur heldur í síðasta kjúklingalærið í KFC-fötunni. Hugsun býr til andlega spéhræðslu sem leiðir til þess að við sjáum sannleikann ekki nakinn, heldur reynum alltaf að fela nekt hans í sundskýlu hugsunar. Nýtt Ísland verður ekki byggt á hugsun. Hættum að hugsa! Langflest erum við svo skilyrt af sjálfsmynd okkar sem er svo rækilega bundin við heimsmynd okkar að þegar heimsmyndin hrynur liggur sjálfsmynd okkar eftir í forarvilpunni, þar sem hún veltist um og kastar drullu í allar áttir án þess að átta sig á hvar hún liggur. Höfum í huga orð kínverska heimspekingsins Lao Tse Tung sem sagði löngu fyrir fæðingu Jesú Krists: "Hvaða lykt er þetta?" Hættum þessu rugli. Nýtt Ísland verður ekki byggt úr daunillri for. Venjulegir Íslendingar eru andlegir ístrubelgir sem eru sáttir svo lengi sem þeir fá sitt Séð & Heyrt með Begga og Pacasi. Þeir eru upp til hópa með útbólgin egó af of mikilli kókópöffsneyslu og ekkert bólgueyðandi er í augsýn. Mahatma Gandí, móðir Teresa og Jesús Kristur borðuðu aldrei kókópöffs og tóku aldrei bólgueyðandi. Hættum þessu rugli og tökum þau okkur til fyrirmyndar. Nýtt Ísland verður ekki byggt á kókópöffsi og egósmættandi lyfjum úr apótekinu í Smáralind. Ipsa scientia potestas est, segir latneskt spakmæli. Þið getið flett því upp. En mergur málsins er sá að hér á landi verði hugarfarsbylting. Hún hefst með því að horfa í spegilinn vel og lengi. Það hef ég gert. Og mér líkar það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun
Stærsta vandamál Íslendinga er án nokkurs vafa yfirþyrmandi skortur á auðmýkt og sjálfsgagnrýni. Betur og betur er að koma í ljós að Íslendingar eru ótrúlega sjálfhverfar smásálir, sem eru ófærar um að líta í eigin barm. Ein ógeðslegasta birtingarmynd þeirrar heimtufrekju sem tröllríður þjóðinni á alla vegu er hversu stórkostlega hneykslunargjörn hún er. Þetta er algjörlega óþolandi. Við verðum að hætta þessu rugli gott fólk; hætta allri vandlætingu. Nýtt Ísland verður ekki byggt á upphrópunum og hneykslun!!! Örugglega er ein ástæða þess að við erum í þessari stöðu sú að við reiðum okkur of mikið á hugsun. Hugsun er bundin við fortíðina. Með því að ljá tilveru okkar skilning erum við föst í fortíðinni; með því að hugsa reynum að halda í hið liðna eins og Smáralindarkynslóðaroffitusjúklingur heldur í síðasta kjúklingalærið í KFC-fötunni. Hugsun býr til andlega spéhræðslu sem leiðir til þess að við sjáum sannleikann ekki nakinn, heldur reynum alltaf að fela nekt hans í sundskýlu hugsunar. Nýtt Ísland verður ekki byggt á hugsun. Hættum að hugsa! Langflest erum við svo skilyrt af sjálfsmynd okkar sem er svo rækilega bundin við heimsmynd okkar að þegar heimsmyndin hrynur liggur sjálfsmynd okkar eftir í forarvilpunni, þar sem hún veltist um og kastar drullu í allar áttir án þess að átta sig á hvar hún liggur. Höfum í huga orð kínverska heimspekingsins Lao Tse Tung sem sagði löngu fyrir fæðingu Jesú Krists: "Hvaða lykt er þetta?" Hættum þessu rugli. Nýtt Ísland verður ekki byggt úr daunillri for. Venjulegir Íslendingar eru andlegir ístrubelgir sem eru sáttir svo lengi sem þeir fá sitt Séð & Heyrt með Begga og Pacasi. Þeir eru upp til hópa með útbólgin egó af of mikilli kókópöffsneyslu og ekkert bólgueyðandi er í augsýn. Mahatma Gandí, móðir Teresa og Jesús Kristur borðuðu aldrei kókópöffs og tóku aldrei bólgueyðandi. Hættum þessu rugli og tökum þau okkur til fyrirmyndar. Nýtt Ísland verður ekki byggt á kókópöffsi og egósmættandi lyfjum úr apótekinu í Smáralind. Ipsa scientia potestas est, segir latneskt spakmæli. Þið getið flett því upp. En mergur málsins er sá að hér á landi verði hugarfarsbylting. Hún hefst með því að horfa í spegilinn vel og lengi. Það hef ég gert. Og mér líkar það vel.