Alonso telur að fjögur keppnislið verði sterkust í Formúlu 1 28. janúar 2011 17:44 Fernando Alonso situr á nýja Ferrari keppnisbílnum sem var frumsýndur í dag. Mynd: Ferrari Fernando Alonso hjá Ferrari telur að fjögur keppnislið verði í baráttunni um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann afhjúpaði nýja Ferrari keppnisbílinn með Felipe Massa í Maranello á Ítalíu í dag. Þeir eru liðsfélagar eins og í fyrra. Alonso sagði í frétt á heimasíðu Ferrari að menn væru áræðnir hjá Ferrari, en liðið var með sérstaka frumsýningu á nýjum keppnisbíl liðsins í dag, en önnur lið munu sýna bíla sína á fyrstu æfingum í næstu viku að sögn Alonso. "Ég hugsa að Mercedes gæti hafa smíðað samkeppnisfæran bíl, einnig McLaren og Red Bull. Við verðum að berjast við þessi lið", sagði Alonso um komandi titilslag. Hann mun aka spánýju ökutæki á þessu keppnistímabili, sem er sniðið að nýjum keppnisreglum og ekið verður á dekkjum frá nýjum dekkjaframleiðanda, sem er Pirelli. "Þegar ég mætti til leiks (með Ferrari í fyrra) þá upplifði ég ólíkan bíl frá því sem ég hafði ekið áður. Á þessu ári tel ég að akstursstíll minn hafi haft áhrif á hönnun og þróun bílsins. Núna þekki ég líka starfsmenn liðsins og er í góðum samskiptum og set á þá pressu öllum stundum", sagði Alonso. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari telur að fjögur keppnislið verði í baráttunni um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann afhjúpaði nýja Ferrari keppnisbílinn með Felipe Massa í Maranello á Ítalíu í dag. Þeir eru liðsfélagar eins og í fyrra. Alonso sagði í frétt á heimasíðu Ferrari að menn væru áræðnir hjá Ferrari, en liðið var með sérstaka frumsýningu á nýjum keppnisbíl liðsins í dag, en önnur lið munu sýna bíla sína á fyrstu æfingum í næstu viku að sögn Alonso. "Ég hugsa að Mercedes gæti hafa smíðað samkeppnisfæran bíl, einnig McLaren og Red Bull. Við verðum að berjast við þessi lið", sagði Alonso um komandi titilslag. Hann mun aka spánýju ökutæki á þessu keppnistímabili, sem er sniðið að nýjum keppnisreglum og ekið verður á dekkjum frá nýjum dekkjaframleiðanda, sem er Pirelli. "Þegar ég mætti til leiks (með Ferrari í fyrra) þá upplifði ég ólíkan bíl frá því sem ég hafði ekið áður. Á þessu ári tel ég að akstursstíll minn hafi haft áhrif á hönnun og þróun bílsins. Núna þekki ég líka starfsmenn liðsins og er í góðum samskiptum og set á þá pressu öllum stundum", sagði Alonso.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira