Þegar forsetinn flýr Þorvaldur Gylfason skrifar 20. janúar 2011 06:00 Við sátum við glugga á annarri hæð hótels við aðalgötuna í Túnisborg og horfðum á iðandi mannhafið á gangstéttinni fyrir neðan. Gatan heitir eftir landsföðurnum, Habib Bourgiba, fyrsta forseta landsins að fengnu sjálfstæði 1957. Þetta var kveðjukvöldverður í boði Seðlabanka Túnis, og það hafði losnað aðeins um málbeinið á gestgjafanum, kannski var hann, arabinn, orðinn aðeins hreifur af veizluföngum. Hann bandaði hendinni í átt að mannfjöldanum og sagði upp úr þurru: Sjáið nú þetta. Annar hver maður í þvögunni er leyniþjónustumaður. Þessi óvænta yfirlýsing gestgjafans væri varla í frásögur færandi nema fyrir það, að Túnis er trúlega frjálsasta landið við endilanga strandlengju Norður-Afríku frá Marokkó í vestri til Egyptalands í austri. Strandlengjan, já: hún er eins og nótnaborð á flygli. Píanóleikarinn situr í Miðjarðarhafinu og veit suður, og þá er Afríka öll í laginu eins og flygill. Öðrum þræði þess vegna þykir mér Afríka vera fegurst meginlandanna, sköpulagið að minnsta kosti. En sumt fólkið, sem hefur tekið að sér landstjórnina þarna suður frá, er annar handleggur. Fæstir áttu von á, að forseti Túnis yrði fyrstur hæstráðenda á þessum slóðum til að flýja land með skottið milli lappanna. Það mættu þeir gera fleiri. Slíkt er þó aldrei hægt að vita fyrir fram.Kvenfrelsi og menntun Löndin fimm á norðurströnd álfunnar miklu - Marokkó, Alsír, Túnis, Líbía og Egyptaland - hafa þrátt fyrir allt tekið stakkaskiptum síðustu hálfa öld. Auðskilinn mælikvarði á frelsi í þessum löndum og annars staðar er fjöldi fæddra barna á hverja konu. Árið 1960 fæddi hver kona í þessum löndum sjö börn að jafnaði. Hér heima þurfum við að fara lengra en 150 ár aftur í tímann til að finna hæstu skráðu fæðingartöluna í riti Hagstofunnar, Hagskinnu, tæp sex börn á hverja konu 1858. Fæðingartölurnar í Norður-Afríku eru nú komnar niður í tvö börn á hverja konu í Túnis líkt og í Evrópu og þrjú börn í Egyptalandi. Bourgiba var ekki sýnt um efnahagsmál og ekki heldur um lýðræði og mannréttindi, fjarri því, en hann var nothæfur kvenfrelsisfrömuður, það má hann eiga. Staða kvenna í Norður-Afríku hefur gerbreytzt til batnaðar. Tólfta hver stúlka átti kost á að sækja framhaldsskóla í Túnis 1971 og þótti gott að því leyti, að skólasóknarhlutfallið þar var þá tvisvar sinnum hærra en í grannlöndunum Alsír í vestri og Líbíu í austri. En nú sækja níu af hverjum tíu stúlkum framhaldsskóla í Túnis á móti helmingi í Marokkó og þrem af hverjum fjórum í Egyptalandi. Þetta er bylting. Ætli konur séu ekki alls staðar eins inn við beinið? Viðtalskannanir mannfræðinga benda til, að þær vilji að jafnaði helzt eignast tvö til þrjú börn, hvort heldur í Belgíu eða Búrúndí, sumar fleiri börn eins og gengur, aðrar færri. Vandinn er sá, að víða fá þær ekki að ráða þessu sjálfar fyrir ofríki karla. Þeim löndum, sem svo háttar til um, fer þó sem betur fer fækkandi. Frelsið sækir að úr öllum áttum.Lög án landamæra Ég hef eytt tveim mánuðum ævi minnar í Túnis. Landið býr að fornri menningu: þarna er t.d. Karþagó, sem öldungurinn Kató lagði til, að yrði lögð í eyði. En stjórnmálalífið í landinu er enn á lágu menningarstigi svo sem ráða má m.a. af því, að landsfaðirinn Bourgiba sat á forsetastóli í 30 ár, þar til honum var steypt af stóli 1987. Þá tók Ben Ali forsætisráðherra við embættinu og sat sem fastast í 23 ár, eða þar til hann missti kjarkinn um daginn og flúði. Tilefnið var friðsamleg mótmælaganga gegn alræmdri spillingu í fjölskyldu forsetans og venzlaliði. Landflótti forsetans jafngildir í reyndinni viðurkenningu hans á vandanum, því að ella hefði hann væntanlega getað horfzt í augu við fólkið sitt og staðið fyrir máli sínu. Það þorir hann ekki fyrir sitt litla líf. Heimurinn hefur breytzt. Lög ná nú yfir landamæri. Nú er auðveldara en áður að draga sakamenn og þá um leið brottflúna ráðamenn fyrir alþjóðlegan dómstól vegna mannréttindabrota og efnahagsbrota. Þessi nýskipan sendir stjórnmálaleiðtogum skýr skilaboð. Lögbrot hefna sín. Ætla má, að stjórnarherrarnir í nágrenni Túnis hugsi nú ráð sitt. Í Líbíu hefur Múammar Gaddafí forseti ráðið lögum og lofum samfleytt frá 1969. Sonur Gaddafís sótti fyrir nokkrum árum námskeið hjá vini mínum einum, prófessor í London School of Economics, og sat með sólgleraugu og sennilega alvæpni á fremsta bekk í fyrirlestrasalnum ásamt fylgdarliði sínu. Gaddafí hefur í krafti illa fengins olíuauðs setið manna lengst á ókonunglegum valdastóli eftir að Ómar Bongó, forseti Gabons, annar olíufursti, hrökk upp af í hitteðfyrra. Í Gabon er næstum ekkert eins og það á að vera. Það hef ég séð með eigin augum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Við sátum við glugga á annarri hæð hótels við aðalgötuna í Túnisborg og horfðum á iðandi mannhafið á gangstéttinni fyrir neðan. Gatan heitir eftir landsföðurnum, Habib Bourgiba, fyrsta forseta landsins að fengnu sjálfstæði 1957. Þetta var kveðjukvöldverður í boði Seðlabanka Túnis, og það hafði losnað aðeins um málbeinið á gestgjafanum, kannski var hann, arabinn, orðinn aðeins hreifur af veizluföngum. Hann bandaði hendinni í átt að mannfjöldanum og sagði upp úr þurru: Sjáið nú þetta. Annar hver maður í þvögunni er leyniþjónustumaður. Þessi óvænta yfirlýsing gestgjafans væri varla í frásögur færandi nema fyrir það, að Túnis er trúlega frjálsasta landið við endilanga strandlengju Norður-Afríku frá Marokkó í vestri til Egyptalands í austri. Strandlengjan, já: hún er eins og nótnaborð á flygli. Píanóleikarinn situr í Miðjarðarhafinu og veit suður, og þá er Afríka öll í laginu eins og flygill. Öðrum þræði þess vegna þykir mér Afríka vera fegurst meginlandanna, sköpulagið að minnsta kosti. En sumt fólkið, sem hefur tekið að sér landstjórnina þarna suður frá, er annar handleggur. Fæstir áttu von á, að forseti Túnis yrði fyrstur hæstráðenda á þessum slóðum til að flýja land með skottið milli lappanna. Það mættu þeir gera fleiri. Slíkt er þó aldrei hægt að vita fyrir fram.Kvenfrelsi og menntun Löndin fimm á norðurströnd álfunnar miklu - Marokkó, Alsír, Túnis, Líbía og Egyptaland - hafa þrátt fyrir allt tekið stakkaskiptum síðustu hálfa öld. Auðskilinn mælikvarði á frelsi í þessum löndum og annars staðar er fjöldi fæddra barna á hverja konu. Árið 1960 fæddi hver kona í þessum löndum sjö börn að jafnaði. Hér heima þurfum við að fara lengra en 150 ár aftur í tímann til að finna hæstu skráðu fæðingartöluna í riti Hagstofunnar, Hagskinnu, tæp sex börn á hverja konu 1858. Fæðingartölurnar í Norður-Afríku eru nú komnar niður í tvö börn á hverja konu í Túnis líkt og í Evrópu og þrjú börn í Egyptalandi. Bourgiba var ekki sýnt um efnahagsmál og ekki heldur um lýðræði og mannréttindi, fjarri því, en hann var nothæfur kvenfrelsisfrömuður, það má hann eiga. Staða kvenna í Norður-Afríku hefur gerbreytzt til batnaðar. Tólfta hver stúlka átti kost á að sækja framhaldsskóla í Túnis 1971 og þótti gott að því leyti, að skólasóknarhlutfallið þar var þá tvisvar sinnum hærra en í grannlöndunum Alsír í vestri og Líbíu í austri. En nú sækja níu af hverjum tíu stúlkum framhaldsskóla í Túnis á móti helmingi í Marokkó og þrem af hverjum fjórum í Egyptalandi. Þetta er bylting. Ætli konur séu ekki alls staðar eins inn við beinið? Viðtalskannanir mannfræðinga benda til, að þær vilji að jafnaði helzt eignast tvö til þrjú börn, hvort heldur í Belgíu eða Búrúndí, sumar fleiri börn eins og gengur, aðrar færri. Vandinn er sá, að víða fá þær ekki að ráða þessu sjálfar fyrir ofríki karla. Þeim löndum, sem svo háttar til um, fer þó sem betur fer fækkandi. Frelsið sækir að úr öllum áttum.Lög án landamæra Ég hef eytt tveim mánuðum ævi minnar í Túnis. Landið býr að fornri menningu: þarna er t.d. Karþagó, sem öldungurinn Kató lagði til, að yrði lögð í eyði. En stjórnmálalífið í landinu er enn á lágu menningarstigi svo sem ráða má m.a. af því, að landsfaðirinn Bourgiba sat á forsetastóli í 30 ár, þar til honum var steypt af stóli 1987. Þá tók Ben Ali forsætisráðherra við embættinu og sat sem fastast í 23 ár, eða þar til hann missti kjarkinn um daginn og flúði. Tilefnið var friðsamleg mótmælaganga gegn alræmdri spillingu í fjölskyldu forsetans og venzlaliði. Landflótti forsetans jafngildir í reyndinni viðurkenningu hans á vandanum, því að ella hefði hann væntanlega getað horfzt í augu við fólkið sitt og staðið fyrir máli sínu. Það þorir hann ekki fyrir sitt litla líf. Heimurinn hefur breytzt. Lög ná nú yfir landamæri. Nú er auðveldara en áður að draga sakamenn og þá um leið brottflúna ráðamenn fyrir alþjóðlegan dómstól vegna mannréttindabrota og efnahagsbrota. Þessi nýskipan sendir stjórnmálaleiðtogum skýr skilaboð. Lögbrot hefna sín. Ætla má, að stjórnarherrarnir í nágrenni Túnis hugsi nú ráð sitt. Í Líbíu hefur Múammar Gaddafí forseti ráðið lögum og lofum samfleytt frá 1969. Sonur Gaddafís sótti fyrir nokkrum árum námskeið hjá vini mínum einum, prófessor í London School of Economics, og sat með sólgleraugu og sennilega alvæpni á fremsta bekk í fyrirlestrasalnum ásamt fylgdarliði sínu. Gaddafí hefur í krafti illa fengins olíuauðs setið manna lengst á ókonunglegum valdastóli eftir að Ómar Bongó, forseti Gabons, annar olíufursti, hrökk upp af í hitteðfyrra. Í Gabon er næstum ekkert eins og það á að vera. Það hef ég séð með eigin augum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun