Guðjón Valur Sigurðsson segir að íslenska liðið verði að rífa sig upp því það sé enn verið að spila um sæti í undankeppni ÓL hér á HM.
"Mér líður skelfilega því við vorum einfaldlega teknir í kennslustund í fyrri hálfleik af liði sem var mörgum skrefum framar en við á öllum sviðum handboltans í fyrri hálfleik í dag," sagði Guðjón Valur.
"Ég hafði alls ekki þá tilfinningu fyrir leik að menn væru eitthvað yfirspenntur. Ég hafði frábæra tilfinningu fyrir leiknum og góður andi í hópnum. Ég veit ekki hvort Þjóðverjaleikurinn hafi setið í okkur.
"Mér fannst við nota daginn í gær vel og náðum okkur ágætlega upp. Ég er hálforðlaus yfir þessari frammistöðu hjá okkur í fyrri hálfleik.
"Mótið er ekki búið og við verðum að hugsa um framtíðina. Við erum að berjast um sæti í undankeppni ÓL. Sama hvernig við förum að því verðum við að rífa okkur upp."