Öðlingar komnir á kreik Steinunn Stefánsdóttir skrifar 20. janúar 2011 06:00 Baráttan um jafnrétti kynjanna hefur að mestu hvílt á konum. Þeir eru ekki margir karlarnir sem hafa valið að leggja þessum málstað lið en svo sannarlega er hverjum og einum fagnað. Það sama hefur gilt um umræðuna um kynjajafnrétti. Á þeim vettvangi hafa konur aðllega átt orðið. Vera kann að hér sé einhvers konar vítahringur á ferð, þ.e. að vegna þess að nánast eingöngu konur eru sýnilegar í jafnréttisbaráttu finnist körlum sem þessi barátta komi þeim ekki við eða jafnvel að þeir séu ekki velkomnir í raðir baráttukvennanna. Á sama hátt kann að vera að einhverjum karlmönnum finnist ekki vera eftirspurn eftir röddum þeirra í umræðunni um jafnrétti kynjanna vegna þess að sú umræða fer fyrst og fremst fram meðal kvenna, og er þá átt við hinn málefnalega þátt umræðunnar, þann hluta sem snýst um inntakið. Einkennilega stór hópur karlmanna hefur svo tekið sér fyrir hendur að reyna að tala niður jafnréttisumræðuna (eða væri kannski nær að segja hér baula niður?) og ekki bara umræðuna sjálfa heldur einnig þær konur persónulega sem hafa beitt sér í jafnréttisumræðunni. Í þessu samhengi eru iðulega notuð stór orð og á tíðum dólgsleg einnig. Ekki er óhugsandi að þessi viðbrögð hafi fælingarmátt á þann hátt að karlmenn veigri sér við að taka þátt í jafnréttisumræðu, á sama hátt og viðbrögðin hafa áreiðanlega fælt margar konur frá því að láta til sín taka á þessum vettvangi. Það er því fagnaðarefni þegar tekst að virkja karlmenn í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna; samfélagi þar sem jafnræði og virðing ríkir með öllu fólki óháð kyni þess, samfélagi þar sem sjónarmið og kraftar bæði karla og kvenna fá notið sín til fulls, samfélagi sem er áreiðanlega gjöfulla fyrir konur, karla og ekki síst börn. Átakið Öðlingurinn 2011 hefst á morgun, á bóndadeginum, og stendur fram á konudaginn, 20. febrúar. Í Öðlingsátakinu í ár eru karlar virkjaðir til að skrifa um jafnréttismál þannig að hvern einasta dag á þorra mun karl skrifa grein sem birtist undir merkjum Öðlingsátaksins á Vísisvefnum. Reglulega munu greinar úr Öðlingsátakinu einnig birtast hér í Fréttablaðinu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bókarinnar Á mannamáli, þar sem fjallað er um kynbundið ofbeldi, er upphafskona Öðlingsátaksins. Hún sagðist í samtali við blaðið í gær hafa valið að nota orðið sem vopn í Öðlingsátaki ársins. „Vegna þess að því meira sem við ræðum málin, þeim mun meira ráðumst við á þessa þögn sem hefur ríkt lengi í kringum ýmsa anga jafnréttisbaráttunnar," segir Þórdís. Hún segist hafa viljað kanna hvort karlar væru tilbúnir að stökkva um borð ef byggð yrði fyrir þá brú yfir í jafnréttisumræðuna. Sú hefur orðið raunin og mun afraksturinn birtast í einni grein á dag næsta mánuðinn þar sem karlmenn fjalla um jafnréttismál frá mörgum sjónarhornum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Baráttan um jafnrétti kynjanna hefur að mestu hvílt á konum. Þeir eru ekki margir karlarnir sem hafa valið að leggja þessum málstað lið en svo sannarlega er hverjum og einum fagnað. Það sama hefur gilt um umræðuna um kynjajafnrétti. Á þeim vettvangi hafa konur aðllega átt orðið. Vera kann að hér sé einhvers konar vítahringur á ferð, þ.e. að vegna þess að nánast eingöngu konur eru sýnilegar í jafnréttisbaráttu finnist körlum sem þessi barátta komi þeim ekki við eða jafnvel að þeir séu ekki velkomnir í raðir baráttukvennanna. Á sama hátt kann að vera að einhverjum karlmönnum finnist ekki vera eftirspurn eftir röddum þeirra í umræðunni um jafnrétti kynjanna vegna þess að sú umræða fer fyrst og fremst fram meðal kvenna, og er þá átt við hinn málefnalega þátt umræðunnar, þann hluta sem snýst um inntakið. Einkennilega stór hópur karlmanna hefur svo tekið sér fyrir hendur að reyna að tala niður jafnréttisumræðuna (eða væri kannski nær að segja hér baula niður?) og ekki bara umræðuna sjálfa heldur einnig þær konur persónulega sem hafa beitt sér í jafnréttisumræðunni. Í þessu samhengi eru iðulega notuð stór orð og á tíðum dólgsleg einnig. Ekki er óhugsandi að þessi viðbrögð hafi fælingarmátt á þann hátt að karlmenn veigri sér við að taka þátt í jafnréttisumræðu, á sama hátt og viðbrögðin hafa áreiðanlega fælt margar konur frá því að láta til sín taka á þessum vettvangi. Það er því fagnaðarefni þegar tekst að virkja karlmenn í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna; samfélagi þar sem jafnræði og virðing ríkir með öllu fólki óháð kyni þess, samfélagi þar sem sjónarmið og kraftar bæði karla og kvenna fá notið sín til fulls, samfélagi sem er áreiðanlega gjöfulla fyrir konur, karla og ekki síst börn. Átakið Öðlingurinn 2011 hefst á morgun, á bóndadeginum, og stendur fram á konudaginn, 20. febrúar. Í Öðlingsátakinu í ár eru karlar virkjaðir til að skrifa um jafnréttismál þannig að hvern einasta dag á þorra mun karl skrifa grein sem birtist undir merkjum Öðlingsátaksins á Vísisvefnum. Reglulega munu greinar úr Öðlingsátakinu einnig birtast hér í Fréttablaðinu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bókarinnar Á mannamáli, þar sem fjallað er um kynbundið ofbeldi, er upphafskona Öðlingsátaksins. Hún sagðist í samtali við blaðið í gær hafa valið að nota orðið sem vopn í Öðlingsátaki ársins. „Vegna þess að því meira sem við ræðum málin, þeim mun meira ráðumst við á þessa þögn sem hefur ríkt lengi í kringum ýmsa anga jafnréttisbaráttunnar," segir Þórdís. Hún segist hafa viljað kanna hvort karlar væru tilbúnir að stökkva um borð ef byggð yrði fyrir þá brú yfir í jafnréttisumræðuna. Sú hefur orðið raunin og mun afraksturinn birtast í einni grein á dag næsta mánuðinn þar sem karlmenn fjalla um jafnréttismál frá mörgum sjónarhornum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun