Tiger Woods blandaði sér í baráttuna á Dubai meistaramótinu í golfi í morgun þegar hann lék á 66 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Bandaríski kylfingurinn gerði engin mistök og fékk 6 fugla (-1) og hann er samtals á -7 höggum. Suður-Afríkumaðurinn Thomas Aiken er efstur þessa stundina á -10 en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.
Staðan á mótinu.
Þrír efstu kylfingar heimslistans léku saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, er samtals á -5 höggum eftir að hafa leikið á 70 höggum í morgun eða -2. Martin Kaymer frá Þýskalandi lék á einu höggi undir pari í dag og er hann samtals á -4. Kaymer er í öðru sæti heimslistans.