Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson stóð sig vel á æfingum hjá þýska liðinu VfL Gummersbach og félagið vill nú fá að skoða hann betur. Ragnar mun því spila tvo æfingaleiki með liðinu í Frakklandi og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort að hann fái samning.
Ragnar er hægri skytta og hefur farið á kostum með Selfossliðinu í N1 deild karla í vetur. Ragnar er langmarkahæsti maður deildarinnar með 102 mörk í 11 leikjum eða 9,3 mörk að meðaltali í leik.
Ragnar er fæddur árið 1990 og varð tvítugur í október síðastliðnum. Hann hefur spilað með hinu sterka 1990-landsliði Íslands sem náði meðal annars silfri á HM 18 ára landsliða í Túnis árið 2009.
Ragnar Jóhannsson spilar æfingaleiki með Gummersbach
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti




Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
