Hvernig landið liggur Þorvaldur Gylfason skrifar 6. janúar 2011 06:00 Stjórnskipunarmálin eru nú í fastmótuðum farvegi skv. lögum, sem Alþingi setti um stjórnlagaþing á síðasta ári. Forsagan er býsna löng. Þegar á árinu 1945, ári eftir samþykkt stjórnarskrárinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu við lýðveldisstofnunina 1944, hófust umræður um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána, enda hafði hún verið sett aðeins til bráðabirgða. Alþingi hefur þó ekki tekizt að vinna það verk þrátt fyrir umfangsmikið nefndarstarf á vegum þingsins um langan tíma. Þó tókst að bæta góðum mannréttindakafla inn í stjórnarskrána 1995. Ýmis önnur mál, sem varða mörkin milli framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds, hafa setið á hakanum. Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki getað komið sér saman um ýmis atriði, sem varða þá sjálfa og valdið, sem stjórnarskráin færir þeim óbeint. Alþingi viðurkenndi þetta sjónarmið í verki eftir hrun með samþykkt laganna um stjórnlagaþingið. Þing og þjóð Alþingi ákvað að fela þjóðinni að kjósa sér fulltrúa á stjórnlagaþing frekar en að skipa eina nefndina enn til að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni eða nýja stjórnarskrá. Eftir því hlýtur að teljast eðlilegt, að tillögur stjórnlagaþingsins verði lagðar í dóm þjóðarinnar að loknu verki, en ekki í dóm Alþingis, svo sem eðlilegt hefði getað talizt, hefði Alþingi skipað fulltrúa til setu á stjórnlagaþingi. Líklegt hlýtur því að teljast, að stjórnlagaþingið leggi til við Alþingi, að tillögur stjórnlagaþingsins verði bornar undir þjóðaratkvæði án efnislegra afskipta Alþingis af tillögunum. Til þess þarf ekki annað skv. stjórnarskránni en samþykkt Alþingis þar að lútandi, enda færi ekki vel á, að Alþingi fjallaði sjálft um tillögur, sem varða Alþingi og ýmsa aðra þætti stjórnskipunarinnar. Þjóðin setur sér stjórnarskrá til að reisa girðingar og vernda almenning fyrir yfirvöldum. Stjórnarskránni er beinlínis ætlað að binda hendur Alþingis og annarra stjórnvalda með því að kveða á um valdmörk og mótvægi. Umboð stjórnlagaþingsins Stjórnlagaþingið kemur saman 15. febrúar og mun starfa skv. lögum í tvo mánuði með hugsanlegri framlengingu í tvo mánuði til viðbótar. Þar sitja 25 fulltrúar, sem 84 þúsund kjósendur völdu úr hópi 523 frambjóðenda. Kjörsóknin var 37% borið saman við 44% kjörsókn, þegar samningurinn um sambandslögin, sem færðu þjóðinni fullveldi 1918, var borinn undir þjóðaratkvæði. Eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur hafa bent á, má telja samanburðinn við kjörsóknina 1918 nærtækari en samanburð við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálaflokkar með fullar hendur fjár smala kjósendum á kjörstað. Fjölmargir, kannski langflestir frambjóðendur til stjórnlagaþings höfðu sig lítt eða ekki í frammi fyrir kosninguna og vörðu litlu eða engu fé til kynningar á framboðum sínum. Umboð rétt kjörins stjórnlagaþings á grundvelli laga frá Alþingi verður ekki vefengt með skírskotun til 37% kjörsóknar eða annarra atriða. Lýðræðislegt umboð stjórnlagaþingsins frá kjósendum er hafið yfir allan vafa. Landslag stjórnlagaþingsins Ætla verður, að þeir, sem náðu kjöri til stjórnlagaþings, hafi hlotið kosningu fyrst og fremst á grundvelli þeirra sjónarmiða, sem þeir lýstu fyrir kosninguna. Sjónarmið þeirra lágu fyrir t.d. í svörum þeirra við spurningum DV í nóvember, og þau virðast líkleg til að enduróma í tillögum stjórnlagaþingsins. Af 25 kjörnum fulltrúum svöruðu 23 spurningum DV, tveir svöruðu ekki. Fróðlegt er að skoða svör fulltrúanna við ýmsum lykilspurningum. Lítum yfir landslagið. Þegar svörin eru dregin saman, kemur í ljós, að 19 fulltrúar af 23 eru hlynntir því að breyta stjórnarskránni, 22 eru hlynntir ákvæði um auðlindir í þjóðareign, 18 eru hlynntir málskotsrétti forsetans, 21 er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum, 16 eru hlynntir persónukjöri, 20 eru andvígir setu ráðherra á Alþingi, 23 eru andvígir því, að dómsmálaráðherra einn skipi dómara, 22 eru hlynntir jöfnu vægi atkvæða óháð búsetu, 14 eru hlynntir því, landið sé eitt kjördæmi, en fimm eru því andvígir, 17 eru hlynntir þingræði, 17 eru hlynntir opnum yfirheyrslum á Alþingi, og 18 eru andvígir því, að ráðherra einn skipi í embætti. Átta eru hlynntir auknum valdheimildum forsetans, en fimm eru andvígir, 14 eru hlynntir því að fækka þingmönnum, en sjö eru andvígir, 21 og 18 eru hlynntir því að takmarka, hversu lengi forseti og forsætisráðherra geta setið í embætti, og 20 fulltrúar eru hlynntir auknum rétti almennings til upplýsinga. Fimmtudaginn 20. janúar mun ég fara yfir sviðið í opinberum hádegisfyrirlestri í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 12-13 og svara spurningum úr sal. Allir velkomnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Stjórnskipunarmálin eru nú í fastmótuðum farvegi skv. lögum, sem Alþingi setti um stjórnlagaþing á síðasta ári. Forsagan er býsna löng. Þegar á árinu 1945, ári eftir samþykkt stjórnarskrárinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu við lýðveldisstofnunina 1944, hófust umræður um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána, enda hafði hún verið sett aðeins til bráðabirgða. Alþingi hefur þó ekki tekizt að vinna það verk þrátt fyrir umfangsmikið nefndarstarf á vegum þingsins um langan tíma. Þó tókst að bæta góðum mannréttindakafla inn í stjórnarskrána 1995. Ýmis önnur mál, sem varða mörkin milli framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds, hafa setið á hakanum. Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki getað komið sér saman um ýmis atriði, sem varða þá sjálfa og valdið, sem stjórnarskráin færir þeim óbeint. Alþingi viðurkenndi þetta sjónarmið í verki eftir hrun með samþykkt laganna um stjórnlagaþingið. Þing og þjóð Alþingi ákvað að fela þjóðinni að kjósa sér fulltrúa á stjórnlagaþing frekar en að skipa eina nefndina enn til að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni eða nýja stjórnarskrá. Eftir því hlýtur að teljast eðlilegt, að tillögur stjórnlagaþingsins verði lagðar í dóm þjóðarinnar að loknu verki, en ekki í dóm Alþingis, svo sem eðlilegt hefði getað talizt, hefði Alþingi skipað fulltrúa til setu á stjórnlagaþingi. Líklegt hlýtur því að teljast, að stjórnlagaþingið leggi til við Alþingi, að tillögur stjórnlagaþingsins verði bornar undir þjóðaratkvæði án efnislegra afskipta Alþingis af tillögunum. Til þess þarf ekki annað skv. stjórnarskránni en samþykkt Alþingis þar að lútandi, enda færi ekki vel á, að Alþingi fjallaði sjálft um tillögur, sem varða Alþingi og ýmsa aðra þætti stjórnskipunarinnar. Þjóðin setur sér stjórnarskrá til að reisa girðingar og vernda almenning fyrir yfirvöldum. Stjórnarskránni er beinlínis ætlað að binda hendur Alþingis og annarra stjórnvalda með því að kveða á um valdmörk og mótvægi. Umboð stjórnlagaþingsins Stjórnlagaþingið kemur saman 15. febrúar og mun starfa skv. lögum í tvo mánuði með hugsanlegri framlengingu í tvo mánuði til viðbótar. Þar sitja 25 fulltrúar, sem 84 þúsund kjósendur völdu úr hópi 523 frambjóðenda. Kjörsóknin var 37% borið saman við 44% kjörsókn, þegar samningurinn um sambandslögin, sem færðu þjóðinni fullveldi 1918, var borinn undir þjóðaratkvæði. Eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur hafa bent á, má telja samanburðinn við kjörsóknina 1918 nærtækari en samanburð við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálaflokkar með fullar hendur fjár smala kjósendum á kjörstað. Fjölmargir, kannski langflestir frambjóðendur til stjórnlagaþings höfðu sig lítt eða ekki í frammi fyrir kosninguna og vörðu litlu eða engu fé til kynningar á framboðum sínum. Umboð rétt kjörins stjórnlagaþings á grundvelli laga frá Alþingi verður ekki vefengt með skírskotun til 37% kjörsóknar eða annarra atriða. Lýðræðislegt umboð stjórnlagaþingsins frá kjósendum er hafið yfir allan vafa. Landslag stjórnlagaþingsins Ætla verður, að þeir, sem náðu kjöri til stjórnlagaþings, hafi hlotið kosningu fyrst og fremst á grundvelli þeirra sjónarmiða, sem þeir lýstu fyrir kosninguna. Sjónarmið þeirra lágu fyrir t.d. í svörum þeirra við spurningum DV í nóvember, og þau virðast líkleg til að enduróma í tillögum stjórnlagaþingsins. Af 25 kjörnum fulltrúum svöruðu 23 spurningum DV, tveir svöruðu ekki. Fróðlegt er að skoða svör fulltrúanna við ýmsum lykilspurningum. Lítum yfir landslagið. Þegar svörin eru dregin saman, kemur í ljós, að 19 fulltrúar af 23 eru hlynntir því að breyta stjórnarskránni, 22 eru hlynntir ákvæði um auðlindir í þjóðareign, 18 eru hlynntir málskotsrétti forsetans, 21 er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum, 16 eru hlynntir persónukjöri, 20 eru andvígir setu ráðherra á Alþingi, 23 eru andvígir því, að dómsmálaráðherra einn skipi dómara, 22 eru hlynntir jöfnu vægi atkvæða óháð búsetu, 14 eru hlynntir því, landið sé eitt kjördæmi, en fimm eru því andvígir, 17 eru hlynntir þingræði, 17 eru hlynntir opnum yfirheyrslum á Alþingi, og 18 eru andvígir því, að ráðherra einn skipi í embætti. Átta eru hlynntir auknum valdheimildum forsetans, en fimm eru andvígir, 14 eru hlynntir því að fækka þingmönnum, en sjö eru andvígir, 21 og 18 eru hlynntir því að takmarka, hversu lengi forseti og forsætisráðherra geta setið í embætti, og 20 fulltrúar eru hlynntir auknum rétti almennings til upplýsinga. Fimmtudaginn 20. janúar mun ég fara yfir sviðið í opinberum hádegisfyrirlestri í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 12-13 og svara spurningum úr sal. Allir velkomnir.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun