Guðmundur: Trúi að við séum með réttu lausnirnar fyrir þeirra varnarleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2011 09:19 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að Ísland þurfi að spila mjög vel til að vinna sigur á Ungverjum á HM í Svíþjóð í kvöld. Þetta sagði hann í samtali við Hörð Magnússon íþróttafréttamann sem er staddur í Linköping í Svíþjóð. Leikur Íslands og Ungverjaland verður í Norrköping í kvöld. „Í gær fórum við yfir varnarleikinn okkar og æfðum hann fyrir leikinn gegn Ungverjum. Í dag einbeittum við okkur að sóknarleiknum, að spila bæði einum færri og einum fleiri. Við fórum líka yfir það hvernig við spilum með því að setja mann inn á í vesti," sagði Guðmundur á æfingu íslenska liðsins í gær. „Mér finnst að það sé full einbeiting í hópnum en við þurfum að sýna það fyrst og fremst inn á vellinum. Ungverjar eru með mjög gott lið og koma hingað til leiks pressulausir. Þeir eru þó með frambærilega leikmenn í öllum stöðum." „Þetta er lið sem við þurfum að hafa mjög mikið fyrir að sigra en við getum gert það ef við spilum vel," sagði þjálfarinn sem hefur trú á því að Ísland sé með réttu svörin við varnarleik Ungverjanna. „Ég á von á því að við séum með réttu lausnirnar fyrir þeirra vörn. Það er aldrei að vita fyrir fram en ég hef trú á því." Spurður um markmið sín og íslenska liðsins segir Guðmundur að fyrsta mál á dagskrá sé að standa sig vel í riðlakeppninni. „Það er ekkert leyndarmál að við þurfum að fara með sem flest stig inn í milliriðilinn. Það er afar mikilvægt. Þegar þangað er komið setjum við okkur ný markmið en annars einbeitum við okkur að einum leik í einu." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að Ísland þurfi að spila mjög vel til að vinna sigur á Ungverjum á HM í Svíþjóð í kvöld. Þetta sagði hann í samtali við Hörð Magnússon íþróttafréttamann sem er staddur í Linköping í Svíþjóð. Leikur Íslands og Ungverjaland verður í Norrköping í kvöld. „Í gær fórum við yfir varnarleikinn okkar og æfðum hann fyrir leikinn gegn Ungverjum. Í dag einbeittum við okkur að sóknarleiknum, að spila bæði einum færri og einum fleiri. Við fórum líka yfir það hvernig við spilum með því að setja mann inn á í vesti," sagði Guðmundur á æfingu íslenska liðsins í gær. „Mér finnst að það sé full einbeiting í hópnum en við þurfum að sýna það fyrst og fremst inn á vellinum. Ungverjar eru með mjög gott lið og koma hingað til leiks pressulausir. Þeir eru þó með frambærilega leikmenn í öllum stöðum." „Þetta er lið sem við þurfum að hafa mjög mikið fyrir að sigra en við getum gert það ef við spilum vel," sagði þjálfarinn sem hefur trú á því að Ísland sé með réttu svörin við varnarleik Ungverjanna. „Ég á von á því að við séum með réttu lausnirnar fyrir þeirra vörn. Það er aldrei að vita fyrir fram en ég hef trú á því." Spurður um markmið sín og íslenska liðsins segir Guðmundur að fyrsta mál á dagskrá sé að standa sig vel í riðlakeppninni. „Það er ekkert leyndarmál að við þurfum að fara með sem flest stig inn í milliriðilinn. Það er afar mikilvægt. Þegar þangað er komið setjum við okkur ný markmið en annars einbeitum við okkur að einum leik í einu."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira