Björgvin: Mæti tvíefldur til leiks Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2011 11:15 Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust. Landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn og hóf þá undirbúning sinn fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum um helgina. „Hér líður manni best og það er gott að koma sér aftur í gírinn með landsliðinu," sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi. „Undirbúningstíminn fyrir mótið er stuttur og við verðum allir að vera á tánum." Björgvin hitti á tvo slæma leiki þegar að Ísland vann nauman sigur á Lettum og tapaði svo fyrir Austurríki í undankeppni EM í haust. „Það lenda allir í því að eiga slæma leiki og það var leiðinlegt að það gerðist hjá mér í þessum tveimur landsleikjum. En ég er búinn að æfa enn betur fyrir vikið og tók mig í smá naflaskoðun. Ég ætla að mæta tvíefldur til leiks og þessi mistök hafa bara gert mig sterkari fyrir vikið." „Mér hefur gengið vel með mínu félagsliði á tímabilinu og sjálfstraustið er því í góðu lagi hjá mér." Hann leikur með Kadetten Schaffhausen í Sviss en liðið er á toppi deildarinnar þar í landi og á góðan möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur þó samið við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg og spilar með því frá og með næstu leiktíð. „Það er gott að ég sé með framtíðarplan en ég mun þó fyrst og fremst einbeita mér að því að spila með landsliðinu í Svíþjóð og standa mig vel þar." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, er nú í æfingahópi íslenska liðsins en hann stóð sig vel í fjarveru þeirra Björgvins og Hreiðars Guðmundssonar sem gátu ekki spilað með Íslandi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. „Mér líst vel á hann. Þetta er flottur strákur sem á fullt erindi í þetta lið. Hann er ungur og getur enn lagað nokkur atriði hjá sér. Þá verður hann enn betri." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust. Landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn og hóf þá undirbúning sinn fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum um helgina. „Hér líður manni best og það er gott að koma sér aftur í gírinn með landsliðinu," sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi. „Undirbúningstíminn fyrir mótið er stuttur og við verðum allir að vera á tánum." Björgvin hitti á tvo slæma leiki þegar að Ísland vann nauman sigur á Lettum og tapaði svo fyrir Austurríki í undankeppni EM í haust. „Það lenda allir í því að eiga slæma leiki og það var leiðinlegt að það gerðist hjá mér í þessum tveimur landsleikjum. En ég er búinn að æfa enn betur fyrir vikið og tók mig í smá naflaskoðun. Ég ætla að mæta tvíefldur til leiks og þessi mistök hafa bara gert mig sterkari fyrir vikið." „Mér hefur gengið vel með mínu félagsliði á tímabilinu og sjálfstraustið er því í góðu lagi hjá mér." Hann leikur með Kadetten Schaffhausen í Sviss en liðið er á toppi deildarinnar þar í landi og á góðan möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur þó samið við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg og spilar með því frá og með næstu leiktíð. „Það er gott að ég sé með framtíðarplan en ég mun þó fyrst og fremst einbeita mér að því að spila með landsliðinu í Svíþjóð og standa mig vel þar." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, er nú í æfingahópi íslenska liðsins en hann stóð sig vel í fjarveru þeirra Björgvins og Hreiðars Guðmundssonar sem gátu ekki spilað með Íslandi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. „Mér líst vel á hann. Þetta er flottur strákur sem á fullt erindi í þetta lið. Hann er ungur og getur enn lagað nokkur atriði hjá sér. Þá verður hann enn betri."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira