Bjarni Benediktsson fær kaldar kveðjur á Facebook Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. febrúar 2011 22:43 Bjarni Benediktsson styður Icesave frumvarpið eins og það lítur út núna. Mynd/ Pjetur. Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. Bjarni Benediktsson fjallar um málið á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar minnir hann á að þjóðin reis upp gegn Icesave samningi ríkisstjórnarinnar í fyrra og felldi hann með 98% greiddra atkvæða. Það muni ekki gleymast hverjir hafi verið tilbúnir til að samþykkja þá afarkosti og taka áhættu upp á 500 milljarða. „Það er himinn og haf á milli þess samnings og nýja samkomulagsins. Ég hef ávallt stutt viðræður um lausn á málinu og tel rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir," segir Bjarni á fésbókarsíðu sinni. Bjarni færa heldur kaldar kveðjur á athugasemdakerfinu við þessari stöðufærslu sinni. „Þetta eru svik við þjóðina," segir einn vinur Bjarna. „Nei Bjarni ég er ekki til í það að borga annarra manna skuldir, punktur og pasta. Þú getur gert það sjálfur," segir annar. „Hefur verið haldinn einhver almennur fundur í flokknum um þessa afstöðu? Þessi afstaða er ekki í takt við vilja meirihluta flokksmanna, leyfi ég mér að fullyrða. Það er algerlega óskiljanlegt að flokkurinn skuli bregðast í þessu mikilvæga máli. Hverju er nú að treysta í þessu þjóðfélagi?" spyr enn einn vinurinn. Það eru hins vegar ekki allir sem eru ósáttir við ákvörðunina. „Ánægður með þig, Bjarni," segir einn fésbókarvinurinn. „Skynsamleg ákvörðun og ég styð hana," segir annar. Alltént er víst að margir hafa skoðanir á málefninu því Bjarni virðist ekki hafa fengið eins mikill viðbrögð við nokkurri annarri stöðuuppfærslu. Icesave Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. Bjarni Benediktsson fjallar um málið á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar minnir hann á að þjóðin reis upp gegn Icesave samningi ríkisstjórnarinnar í fyrra og felldi hann með 98% greiddra atkvæða. Það muni ekki gleymast hverjir hafi verið tilbúnir til að samþykkja þá afarkosti og taka áhættu upp á 500 milljarða. „Það er himinn og haf á milli þess samnings og nýja samkomulagsins. Ég hef ávallt stutt viðræður um lausn á málinu og tel rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir," segir Bjarni á fésbókarsíðu sinni. Bjarni færa heldur kaldar kveðjur á athugasemdakerfinu við þessari stöðufærslu sinni. „Þetta eru svik við þjóðina," segir einn vinur Bjarna. „Nei Bjarni ég er ekki til í það að borga annarra manna skuldir, punktur og pasta. Þú getur gert það sjálfur," segir annar. „Hefur verið haldinn einhver almennur fundur í flokknum um þessa afstöðu? Þessi afstaða er ekki í takt við vilja meirihluta flokksmanna, leyfi ég mér að fullyrða. Það er algerlega óskiljanlegt að flokkurinn skuli bregðast í þessu mikilvæga máli. Hverju er nú að treysta í þessu þjóðfélagi?" spyr enn einn vinurinn. Það eru hins vegar ekki allir sem eru ósáttir við ákvörðunina. „Ánægður með þig, Bjarni," segir einn fésbókarvinurinn. „Skynsamleg ákvörðun og ég styð hana," segir annar. Alltént er víst að margir hafa skoðanir á málefninu því Bjarni virðist ekki hafa fengið eins mikill viðbrögð við nokkurri annarri stöðuuppfærslu.
Icesave Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira