Að endurbyggja brotið skip Þorvaldur Gylfason skrifar 17. febrúar 2011 06:00 Nýjar stjórnarskrár líta jafnan dagsins ljós að lokinni kreppu af einhverju tagi. Mér er kunnugt um aðeins tvær undantekningar frá þessari reglu í okkar heimshluta. Sænska stjórnarskráin 1974 og kanadíska stjórnarskráin 1982 voru, að heita má, endursamdar upp úr þurru. Hvers vegna kjósa þjóðir oftast að setja sér nýjar stjórnarskrár að lokinni kreppu? Svarið blasir við. Kreppur afhjúpa iðulega sprungur í lögum eða framkvæmd laga, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að fylla. Þegar allt er með kyrrum kjörum, hafa menn yfirleitt um annað að hugsa en endurskoðun stjórnskipunarlaga. Það er því engin tilviljun, að hrun þurfti á Íslandi til að opna augu Alþingis fyrir nauðsyn þess að draga ekki lengur endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 1944. Kosið var til stjórnlagaþings í nóvember 2010 samkvæmt lögum frá Alþingi. Þeir, sem vilja bíða með endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar til efnahagur landsins er kominn á réttan kjöl, eru í reyndinni að biðjast undan þeirri endurskoðun, sem Alþingi ákvað í fyrra að setja af stað. Hvað gengur þeim til? Kannski sjá þeir ekkert athugavert við óbreytt ástand. Endurskoðun stjórnarskrár á umbrotatímum er stundum líkt við að smíða skip úti á rúmsjó. En kjósa menn þá heldur óbreytt ástand? Flestir myndu svara þeirri spurningu neitandi. Óbreytt ástand er afturför, sagði Jón forseti.Sjö bylgjur Hvað segir reynslan okkur utan úr heimi? Jon Elster, einn helzti heimspekingur Norðmanna, nú prófessor við Kólumbíuháskóla í New York, hefur lýst sögulegu samhengi í endurskoðun stjórnskipunarlaga báðum megin Atlantshafs röskar tvær aldir aftur í tímann. Hann greinir sjö bylgjur frá sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjamanna 1776. Árin 1780-91 riðu Bandaríkjamenn, Pólverjar og Frakkar á vaðið og settu sér nýjar stjórnarskrár. Eiðsvallarstjórnarskráin norska 1814 var angi á sama meiði. Í kjölfar byltingarinnar í Evrópu 1848 voru víða samdar nýjar stjórnarskrár, en þær entust mislengi, enda voru sumar byltingarnar barðar niður. Þriðja bylgjan reið yfir Evrópu eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914-18, þegar Pólverjar, Tékkar og gersigraðir Þjóðverjar settu sér nýjar stjórnarskrár. Fjórða aldan reið yfir eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar 1939-45, þegar sigraðar þjóðir, Ítalar, Japanar og aftur Þjóðverjar, settu sér nýjar stjórnarskrár eftir forskrift sigurvegaranna. Fimmta bylgjan reis um sama leyti við endalok nýlenduveldis Breta, Frakka og annarra í Asíu og Afríku eftir 1945. Stjórnarskrár nýsjálfstæðra ríkja voru oftast samdar upp úr stjórnskipunarlögum nýlenduveldanna. Sjötta aldan reis, þegar einræðisstjórnir í Suður-Evrópu hrökkluðust frá völdum 1974-78 og Grikkir, Portúgalar og Spánverjar settu sér lýðræðislegar stjórnarskrár. Sjöunda og síðasta bylgjan reis eftir hrun kommúnismans í Mið- og Austur-Evrópu 1989. Frá þeim tíma hafa um 25 Evrópuþjóðir sett sér nýjar stjórnarskrár. Sovétríkin leystust upp í fimmtán sjálfstæð ríki. Sambandið milli nýrrar stjórnarskrár og kreppu eða einhvers konar neyðarástands af öðru tagi er því býsna skýrt á heildina litið.Samhengi hlutanna Jon Elster fer í saumana á samhenginu milli nýrra stjórnskipunarlaga og umhverfisins, sem þau spretta úr á hverjum stað, og greinir á milli rótleysis, byltinga, styrjalda, umskipta og nýfengins frelsis og sjálfstæðis. Fyrst nefnir hann rótleysi eins og það, sem einkenndi Bandaríkin eftir sjálfstæðisstríðið við Breta 1775-83 og lyktaði með nýrri stjórnarskrá 1787. Hann rekur stjórnarskrá Frakklands 1791 ekki til frönsku stjórnarbyltingarinnar tveim árum fyrr, heldur rekur hann hvort tveggja til bágs efnahags og yfirgengilegs ójafnaðar, sem lýsti sér meðal annars í því, að aðallinn var höfðinu hærri en pöpullinn. Með líku lagi rekur hann stjórnarskrár Frakklands og Þýzkalands 1848 til byltingarástandsins þá í álfunni. Upp úr þeim jarðvegi spratt þjóðfundurinn hér heima 1851. Stjórnarskrá Frakklands 1958 rekur Elster til ótta Charles de Gaulle, síðar forseta, við pólitískar afleiðingar uppreisnar Alsírbúa gegn yfirráðum Frakka. Ósigur í stríði er ein kveikjan enn að nýjum stjórnarskrám eins og í Þýzkalandi eftir báðar heimsstyrjaldirnar og einnig í Póllandi og Tékkóslóvakíu eftir fyrra stríð og Ítalíu og Japan eftir síðari heimsstyrjöldina. Og þá er enn ótalið nýfengið eða nýtekið sjálfstæði líkt og í Bandaríkjunum 1776 og víða í Asíu og Afríku eftir 1945. Hrun bankakerfisins hér heima 2008 var heimssögulegt í sniðum. Gjaldþrot bankanna þriggja var stærra en öll nema tvö gjaldþrot fyrirtækja í Bandaríkjunum frá öndverðu og var t.d. nærri þrisvar sinnum stærra en gjaldþrot Enrons 2001 skv. fróðlegri samantekt Fjármálaeftirlitsins. Mikill fjöldi fólks innan lands og utan varð fyrir miklu tjóni af manna völdum. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis leiðir í ljós, að eigendur og stjórnendur bankanna brutu lög m.a. með sjálftöku úr sjóðum þeirra. Stjórnmálamenn dönsuðu með, enda höfðu þeir valið bönkunum eigendur til að tryggja sér talsamband við bankana. Af því virðist mega álykta, að stjórnskipanin brást. Við þurfum nýja stjórnarskrá til að draga úr líkum á, að sagan endurtaki sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Nýjar stjórnarskrár líta jafnan dagsins ljós að lokinni kreppu af einhverju tagi. Mér er kunnugt um aðeins tvær undantekningar frá þessari reglu í okkar heimshluta. Sænska stjórnarskráin 1974 og kanadíska stjórnarskráin 1982 voru, að heita má, endursamdar upp úr þurru. Hvers vegna kjósa þjóðir oftast að setja sér nýjar stjórnarskrár að lokinni kreppu? Svarið blasir við. Kreppur afhjúpa iðulega sprungur í lögum eða framkvæmd laga, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að fylla. Þegar allt er með kyrrum kjörum, hafa menn yfirleitt um annað að hugsa en endurskoðun stjórnskipunarlaga. Það er því engin tilviljun, að hrun þurfti á Íslandi til að opna augu Alþingis fyrir nauðsyn þess að draga ekki lengur endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 1944. Kosið var til stjórnlagaþings í nóvember 2010 samkvæmt lögum frá Alþingi. Þeir, sem vilja bíða með endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar til efnahagur landsins er kominn á réttan kjöl, eru í reyndinni að biðjast undan þeirri endurskoðun, sem Alþingi ákvað í fyrra að setja af stað. Hvað gengur þeim til? Kannski sjá þeir ekkert athugavert við óbreytt ástand. Endurskoðun stjórnarskrár á umbrotatímum er stundum líkt við að smíða skip úti á rúmsjó. En kjósa menn þá heldur óbreytt ástand? Flestir myndu svara þeirri spurningu neitandi. Óbreytt ástand er afturför, sagði Jón forseti.Sjö bylgjur Hvað segir reynslan okkur utan úr heimi? Jon Elster, einn helzti heimspekingur Norðmanna, nú prófessor við Kólumbíuháskóla í New York, hefur lýst sögulegu samhengi í endurskoðun stjórnskipunarlaga báðum megin Atlantshafs röskar tvær aldir aftur í tímann. Hann greinir sjö bylgjur frá sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjamanna 1776. Árin 1780-91 riðu Bandaríkjamenn, Pólverjar og Frakkar á vaðið og settu sér nýjar stjórnarskrár. Eiðsvallarstjórnarskráin norska 1814 var angi á sama meiði. Í kjölfar byltingarinnar í Evrópu 1848 voru víða samdar nýjar stjórnarskrár, en þær entust mislengi, enda voru sumar byltingarnar barðar niður. Þriðja bylgjan reið yfir Evrópu eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914-18, þegar Pólverjar, Tékkar og gersigraðir Þjóðverjar settu sér nýjar stjórnarskrár. Fjórða aldan reið yfir eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar 1939-45, þegar sigraðar þjóðir, Ítalar, Japanar og aftur Þjóðverjar, settu sér nýjar stjórnarskrár eftir forskrift sigurvegaranna. Fimmta bylgjan reis um sama leyti við endalok nýlenduveldis Breta, Frakka og annarra í Asíu og Afríku eftir 1945. Stjórnarskrár nýsjálfstæðra ríkja voru oftast samdar upp úr stjórnskipunarlögum nýlenduveldanna. Sjötta aldan reis, þegar einræðisstjórnir í Suður-Evrópu hrökkluðust frá völdum 1974-78 og Grikkir, Portúgalar og Spánverjar settu sér lýðræðislegar stjórnarskrár. Sjöunda og síðasta bylgjan reis eftir hrun kommúnismans í Mið- og Austur-Evrópu 1989. Frá þeim tíma hafa um 25 Evrópuþjóðir sett sér nýjar stjórnarskrár. Sovétríkin leystust upp í fimmtán sjálfstæð ríki. Sambandið milli nýrrar stjórnarskrár og kreppu eða einhvers konar neyðarástands af öðru tagi er því býsna skýrt á heildina litið.Samhengi hlutanna Jon Elster fer í saumana á samhenginu milli nýrra stjórnskipunarlaga og umhverfisins, sem þau spretta úr á hverjum stað, og greinir á milli rótleysis, byltinga, styrjalda, umskipta og nýfengins frelsis og sjálfstæðis. Fyrst nefnir hann rótleysi eins og það, sem einkenndi Bandaríkin eftir sjálfstæðisstríðið við Breta 1775-83 og lyktaði með nýrri stjórnarskrá 1787. Hann rekur stjórnarskrá Frakklands 1791 ekki til frönsku stjórnarbyltingarinnar tveim árum fyrr, heldur rekur hann hvort tveggja til bágs efnahags og yfirgengilegs ójafnaðar, sem lýsti sér meðal annars í því, að aðallinn var höfðinu hærri en pöpullinn. Með líku lagi rekur hann stjórnarskrár Frakklands og Þýzkalands 1848 til byltingarástandsins þá í álfunni. Upp úr þeim jarðvegi spratt þjóðfundurinn hér heima 1851. Stjórnarskrá Frakklands 1958 rekur Elster til ótta Charles de Gaulle, síðar forseta, við pólitískar afleiðingar uppreisnar Alsírbúa gegn yfirráðum Frakka. Ósigur í stríði er ein kveikjan enn að nýjum stjórnarskrám eins og í Þýzkalandi eftir báðar heimsstyrjaldirnar og einnig í Póllandi og Tékkóslóvakíu eftir fyrra stríð og Ítalíu og Japan eftir síðari heimsstyrjöldina. Og þá er enn ótalið nýfengið eða nýtekið sjálfstæði líkt og í Bandaríkjunum 1776 og víða í Asíu og Afríku eftir 1945. Hrun bankakerfisins hér heima 2008 var heimssögulegt í sniðum. Gjaldþrot bankanna þriggja var stærra en öll nema tvö gjaldþrot fyrirtækja í Bandaríkjunum frá öndverðu og var t.d. nærri þrisvar sinnum stærra en gjaldþrot Enrons 2001 skv. fróðlegri samantekt Fjármálaeftirlitsins. Mikill fjöldi fólks innan lands og utan varð fyrir miklu tjóni af manna völdum. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis leiðir í ljós, að eigendur og stjórnendur bankanna brutu lög m.a. með sjálftöku úr sjóðum þeirra. Stjórnmálamenn dönsuðu með, enda höfðu þeir valið bönkunum eigendur til að tryggja sér talsamband við bankana. Af því virðist mega álykta, að stjórnskipanin brást. Við þurfum nýja stjórnarskrá til að draga úr líkum á, að sagan endurtaki sig.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun