Heidfeld kallaður til æfinga sem mögulegur staðgengill Kubica 9. febrúar 2011 19:53 Þjóðverjarnir Adrian Sutil, Nick Heidfeld, Michael Schumacher og Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið beðinn að prófa Lotus Renault sem mögulegur staðgengill Robert Kubica hjá liðinu, samkvæmt tilkynningu frá liðinu. Liðið æfir Jerez brautinni á Spáni í fjóra daga í þessari viku. Kubica meiddist eins og kunnungt er í óhappi á s.l. sunnudag og verður frá keppni þar til annað kemur í ljós. Rússinn Vitaly Petrov, liðsfélagi Kubica mun aka á fimmtudag og föstudag, en á laugardag og sunnudag mun Brasilíumaðúrinn Bruno Senna, sem er varaökumaður liðsins keyra. Á sama tíma verður Heidfeld metinn, en hann er mögulegur staðgengill Kubica sem keppnisökumaður. Heidfeld ók með BMW Sauber liðinu í síðustu fimm mótum ársins í fyrra, og tók við hlutverki Pedro de la Rosa. Heidfeld hefur ekið með McLaren sem prufuökumaður, en keppti með Prost, Sauber, Jordan, Williams og var svo varaökumaður Mercedes í fyrra, áður en hann réð sig sem prufuökumann hjá Pirelli dekkjaframleiðandnum. Undir lok tímabilsins var hann svo kallaður til starfa hjá BMW Sauber. Georg Lopez hjá Lotus Renault sagði fyrr í dag að liðið vildi ökumenn í stað hefði reynslu af þróun bíl og gæti sigrað. Heidfeld er meðal ökumanna sem hann nefndi til sögunnar, en einnig Viantoio Liuzzi og svo er spurning um styrkleika Senna, sem er skipaður varaökumaður liðsins, en ekki með sömu reynslu og hinir tveir. Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið beðinn að prófa Lotus Renault sem mögulegur staðgengill Robert Kubica hjá liðinu, samkvæmt tilkynningu frá liðinu. Liðið æfir Jerez brautinni á Spáni í fjóra daga í þessari viku. Kubica meiddist eins og kunnungt er í óhappi á s.l. sunnudag og verður frá keppni þar til annað kemur í ljós. Rússinn Vitaly Petrov, liðsfélagi Kubica mun aka á fimmtudag og föstudag, en á laugardag og sunnudag mun Brasilíumaðúrinn Bruno Senna, sem er varaökumaður liðsins keyra. Á sama tíma verður Heidfeld metinn, en hann er mögulegur staðgengill Kubica sem keppnisökumaður. Heidfeld ók með BMW Sauber liðinu í síðustu fimm mótum ársins í fyrra, og tók við hlutverki Pedro de la Rosa. Heidfeld hefur ekið með McLaren sem prufuökumaður, en keppti með Prost, Sauber, Jordan, Williams og var svo varaökumaður Mercedes í fyrra, áður en hann réð sig sem prufuökumann hjá Pirelli dekkjaframleiðandnum. Undir lok tímabilsins var hann svo kallaður til starfa hjá BMW Sauber. Georg Lopez hjá Lotus Renault sagði fyrr í dag að liðið vildi ökumenn í stað hefði reynslu af þróun bíl og gæti sigrað. Heidfeld er meðal ökumanna sem hann nefndi til sögunnar, en einnig Viantoio Liuzzi og svo er spurning um styrkleika Senna, sem er skipaður varaökumaður liðsins, en ekki með sömu reynslu og hinir tveir.
Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira