Björn Jörundur kynnir á Eddunni 15. febrúar 2011 13:00 Björn Jörundur verður kynnir á Eddunni í ár og veltir nú fyrir sér hvort hann verði með Edduverðlaunin sín á sér. „Ég er að byrja að teikna þetta upp," segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég var rólegur yfir þessu þangað til núna - þangað til þú hringdir. Þá vaknaði ég upp af vondum draumi og þarf að pæla í þessu," segir Björn sem hefur verið upptekinn við að setja upp sýninguna í nánd ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Spurður hvort hann hafi áður tekið að sér svipuð verkefni segir Björn að hann hafi gert það í gamla daga, þó hann hafi reyndar aldrei kynnt Edduna. „Ég fékk nú Edduverðlaunin einu sinni, fyrir Engla alheimsins," segir hann léttur. „Ætli þetta sé ekki svona eins og þegar menn fá Fálkaorðuna, þá setja þeir hana á sig á tyllidögum. Ætli ég verði ekki með mína á mér til að ítreka það að ég sé verðugur." Störf kynna á verðlaunahátíðin vekja oft mikla athygli og skemmst er að minnast þess þegar breski grínistinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globes-hátíðinni í janúar. Ætli íslenski kvikmyndabransinn eigi von á slíkri meðferð? „Ég á eftir að horfa á hvernig Ricky Gervais gerði þetta. Ég þakka þér fyrir ábendinguna," segir Björn. „Ég heyrði náttúrulega um það í fréttum - ætli ég verði ekki að kynna mér hvernig hann fór að. Og einvherjir aðrir. Balti var nú léttur í fyrra." Hann var mjög pólitískur. Ætlar þú að feta þær slóðir? „Pólitíkin dugði í fyrra, það hefur lítið gerst í þeim efnum síðan og ekki þörf á að draga það fram aftur. Ég held að fólk muni eftir því og það þarf ekki að ítreka það. Ætli ég verði ekki sjálfum mér verstur, er ég það ekki alltaf?" - afb Golden Globes Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
„Ég er að byrja að teikna þetta upp," segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég var rólegur yfir þessu þangað til núna - þangað til þú hringdir. Þá vaknaði ég upp af vondum draumi og þarf að pæla í þessu," segir Björn sem hefur verið upptekinn við að setja upp sýninguna í nánd ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Spurður hvort hann hafi áður tekið að sér svipuð verkefni segir Björn að hann hafi gert það í gamla daga, þó hann hafi reyndar aldrei kynnt Edduna. „Ég fékk nú Edduverðlaunin einu sinni, fyrir Engla alheimsins," segir hann léttur. „Ætli þetta sé ekki svona eins og þegar menn fá Fálkaorðuna, þá setja þeir hana á sig á tyllidögum. Ætli ég verði ekki með mína á mér til að ítreka það að ég sé verðugur." Störf kynna á verðlaunahátíðin vekja oft mikla athygli og skemmst er að minnast þess þegar breski grínistinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globes-hátíðinni í janúar. Ætli íslenski kvikmyndabransinn eigi von á slíkri meðferð? „Ég á eftir að horfa á hvernig Ricky Gervais gerði þetta. Ég þakka þér fyrir ábendinguna," segir Björn. „Ég heyrði náttúrulega um það í fréttum - ætli ég verði ekki að kynna mér hvernig hann fór að. Og einvherjir aðrir. Balti var nú léttur í fyrra." Hann var mjög pólitískur. Ætlar þú að feta þær slóðir? „Pólitíkin dugði í fyrra, það hefur lítið gerst í þeim efnum síðan og ekki þörf á að draga það fram aftur. Ég held að fólk muni eftir því og það þarf ekki að ítreka það. Ætli ég verði ekki sjálfum mér verstur, er ég það ekki alltaf?" - afb
Golden Globes Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira