"Fjósamennska í þjóðarsálinni" Þorsteinn Pálsson skrifar 31. desember 2011 13:32 Umræðuhættir Íslendinga og vegsemdarleysi Alþingis hafa brunnið á mörgum á því ári sem senn er liðið. Umræðuhefðin er þannig sjálfstætt umræðuefni og af mörgum talin ein höfuðástæða fyrir því hversu margt hefur farið úrskeiðis. Trúnaðarbresturinn í pólitíkinni er síðan eitt af þeim vandamálum sem flytjast á milli ára á miðnætti. Við mat á þessari stöðu er að vísu ástæða til að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta skipti sem risið lækkar á Alþingi. Þá eru slíkar lægðir jafnan fylgifiskur efnahagslegra þrenginga. Aukheldur eru ýmsar stærri og áhrifameiri lýðræðisþjóðir í sömu klípu. Ekkert af þessu réttlætir þó að menn leiði vandann hjá sér. Loks má ekki gleyma kjarna málsins: Þjóðin er ekki ábyrgðarlaus af því hverjir veljast til setu á Alþingi. Hún á því við sjálfa sig að sakast að einhverju leyti. Almennt má fullyrða að þingmenn segi ekki annað en það sem þeir trúa sjálfir að falli þjóðinni vel í geð. Og nú um stundir styðjast þeir við viðhorfa- og skoðanamælingar sem ættu að auðvelda þeim að lesa hug þjóðarinnar og miða rétt. Samt bregst þeim bogalistin. Alþingi er í eðli sínu vettvangur skoðanaskipta og pólitískra átaka. En eitt er að stríðir vindar standi um Alþingi og annað að traustið og trúnaðurinn hverfi. Eigi að berja í trúnaðarbrestinn er mikilvægt að hafa í huga að gagnvegir liggja á milli sálna þjóðar og þings. Þær hafa áhrif hvor á aðra. Vandinn liggur því beggja vegna.Svarað í sömu mynt Að einhverju leyti má skrifa trúnaðarbrestinn milli þings og þjóðar á reikning lágkúrunnar. Hún er of ríkur þáttur í hugsun þjóðarinnar. Allt er lagt að jöfnu. Vandinn liggur í því að góð ræða á Alþingi með skýrri hugsun og flutt á fallegri íslensku þykir ekki eftirtektarverðri en ómerkilegt hnútukast á hrognamáli. Þórbergur líkti menningarleysi og lágkúruskap þjóðlífsins á sínum tíma við fjósamennsku í þjóðarsálinni sem einangrun og örbirgð margra alda hefði gert að okkar innri manni. Það segir okkur þá sögu að vandinn er ekki nýr af nálinni. Á sinni tíð var þetta velmetin brýning en þykir ugglaust bera vott um nokkurn hroka í dag. En þá verða menn að hafa hugfast að aðeins með því að lyfta hugsuninni og greina hismið frá kjarnanum verða framfarir. Ábyrgðin hvílir vitaskuld fyrst og fremst á herðum þeirra sem valist hafa til forystu um málefni þjóðarinnar. Þeir eiga að varða veginn. En á sama veg þarf þjóðarsálin í ríkari mæli að leggja hlustirnar við annað en lágkúruskapinn í orðaskylmingum stjórnmálanna. Borgararnir hafa aldrei átt jafn greiðan aðgang að vettvangi opinberrar umræðu. Þar hafa blogg- og samskiptasíður af margvíslegu tagi opnað nýjar víddir. Það er mikil framför. Hitt er afturför að sú umræða ber um of svipmót þess sem meistaranum fannst vera fjósamennska í þjóðarsálinni. Umræðan er að sönnu meiri en áður en ekki er víst að vitið hafi vaxið að sama skapi. Þeir sem til ábyrgðar hafa verið valdir reyna að svara þessum nýja veruleika í sömu mynt í stað þess að hafa forystu um að gera meir úr æðri gildum, íhygli, framtíðarsýn, hófsemd og raunsæi.Dómgreindin að veði Meðan enginn tekur forystu um að leiða umræðuna út af þessari flatneskju verða gagnvegir þings og þjóðar að eins konar vítahring. Verkefnið er að brjótast út úr honum. Það gerir þjóðin ekki án nýrrar hugsunar á Alþingi og þingmenn ekki án breyttra viðhorfa úti á meðal fólksins. En viðfangsefnið snýst ekki einvörðungu um að lyfta hugsuninni og meta æðri gildi meir en lágkúruna. Ábyrgð í víðtækri merkingu þess orðs skiptir hér sköpum. Dagleg ábyrgð þeirra sem stjórnmálum sinna felst í því að greina aðstæður rétt, sýna þekkingu og áræðni til þess að hafa forystu um lausnir þar sem langtímasjónarmið ráða. Kjósendur þurfa ekki að samþykkja allt sem stjórnmálamenn segja en eiga heimtingu á að þeir leggi dómgreind sína að veði þegar ráða þarf málum til lykta. Á það skortir sárlega. Ábyrgð felst einnig í því að lofa ekki öðru en því sem unnt er að efna. Hún gerir einnig kröfu til þess að stjórnmálamenn vísi ekki vandasömum málum frá sér eins og nú verður æ algengara og stjórnarskrármálið er gott dæmi um. Ábyrgð snýst einnig um að stjórnmálamenn séu ekki með meiri belging um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu en efni standa til. Veikt Alþingi þýðir veikt lýðræði. Við þessi áramót væri ekki úr vegi að hver Íslendingur strengdi það heit að leggja sitt af mörkum til þeirrar nýju hugsunar sem þarf til að berja í trúnaðarbrestinn. Það gæti orðið góð pólitísk úrbót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Umræðuhættir Íslendinga og vegsemdarleysi Alþingis hafa brunnið á mörgum á því ári sem senn er liðið. Umræðuhefðin er þannig sjálfstætt umræðuefni og af mörgum talin ein höfuðástæða fyrir því hversu margt hefur farið úrskeiðis. Trúnaðarbresturinn í pólitíkinni er síðan eitt af þeim vandamálum sem flytjast á milli ára á miðnætti. Við mat á þessari stöðu er að vísu ástæða til að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta skipti sem risið lækkar á Alþingi. Þá eru slíkar lægðir jafnan fylgifiskur efnahagslegra þrenginga. Aukheldur eru ýmsar stærri og áhrifameiri lýðræðisþjóðir í sömu klípu. Ekkert af þessu réttlætir þó að menn leiði vandann hjá sér. Loks má ekki gleyma kjarna málsins: Þjóðin er ekki ábyrgðarlaus af því hverjir veljast til setu á Alþingi. Hún á því við sjálfa sig að sakast að einhverju leyti. Almennt má fullyrða að þingmenn segi ekki annað en það sem þeir trúa sjálfir að falli þjóðinni vel í geð. Og nú um stundir styðjast þeir við viðhorfa- og skoðanamælingar sem ættu að auðvelda þeim að lesa hug þjóðarinnar og miða rétt. Samt bregst þeim bogalistin. Alþingi er í eðli sínu vettvangur skoðanaskipta og pólitískra átaka. En eitt er að stríðir vindar standi um Alþingi og annað að traustið og trúnaðurinn hverfi. Eigi að berja í trúnaðarbrestinn er mikilvægt að hafa í huga að gagnvegir liggja á milli sálna þjóðar og þings. Þær hafa áhrif hvor á aðra. Vandinn liggur því beggja vegna.Svarað í sömu mynt Að einhverju leyti má skrifa trúnaðarbrestinn milli þings og þjóðar á reikning lágkúrunnar. Hún er of ríkur þáttur í hugsun þjóðarinnar. Allt er lagt að jöfnu. Vandinn liggur í því að góð ræða á Alþingi með skýrri hugsun og flutt á fallegri íslensku þykir ekki eftirtektarverðri en ómerkilegt hnútukast á hrognamáli. Þórbergur líkti menningarleysi og lágkúruskap þjóðlífsins á sínum tíma við fjósamennsku í þjóðarsálinni sem einangrun og örbirgð margra alda hefði gert að okkar innri manni. Það segir okkur þá sögu að vandinn er ekki nýr af nálinni. Á sinni tíð var þetta velmetin brýning en þykir ugglaust bera vott um nokkurn hroka í dag. En þá verða menn að hafa hugfast að aðeins með því að lyfta hugsuninni og greina hismið frá kjarnanum verða framfarir. Ábyrgðin hvílir vitaskuld fyrst og fremst á herðum þeirra sem valist hafa til forystu um málefni þjóðarinnar. Þeir eiga að varða veginn. En á sama veg þarf þjóðarsálin í ríkari mæli að leggja hlustirnar við annað en lágkúruskapinn í orðaskylmingum stjórnmálanna. Borgararnir hafa aldrei átt jafn greiðan aðgang að vettvangi opinberrar umræðu. Þar hafa blogg- og samskiptasíður af margvíslegu tagi opnað nýjar víddir. Það er mikil framför. Hitt er afturför að sú umræða ber um of svipmót þess sem meistaranum fannst vera fjósamennska í þjóðarsálinni. Umræðan er að sönnu meiri en áður en ekki er víst að vitið hafi vaxið að sama skapi. Þeir sem til ábyrgðar hafa verið valdir reyna að svara þessum nýja veruleika í sömu mynt í stað þess að hafa forystu um að gera meir úr æðri gildum, íhygli, framtíðarsýn, hófsemd og raunsæi.Dómgreindin að veði Meðan enginn tekur forystu um að leiða umræðuna út af þessari flatneskju verða gagnvegir þings og þjóðar að eins konar vítahring. Verkefnið er að brjótast út úr honum. Það gerir þjóðin ekki án nýrrar hugsunar á Alþingi og þingmenn ekki án breyttra viðhorfa úti á meðal fólksins. En viðfangsefnið snýst ekki einvörðungu um að lyfta hugsuninni og meta æðri gildi meir en lágkúruna. Ábyrgð í víðtækri merkingu þess orðs skiptir hér sköpum. Dagleg ábyrgð þeirra sem stjórnmálum sinna felst í því að greina aðstæður rétt, sýna þekkingu og áræðni til þess að hafa forystu um lausnir þar sem langtímasjónarmið ráða. Kjósendur þurfa ekki að samþykkja allt sem stjórnmálamenn segja en eiga heimtingu á að þeir leggi dómgreind sína að veði þegar ráða þarf málum til lykta. Á það skortir sárlega. Ábyrgð felst einnig í því að lofa ekki öðru en því sem unnt er að efna. Hún gerir einnig kröfu til þess að stjórnmálamenn vísi ekki vandasömum málum frá sér eins og nú verður æ algengara og stjórnarskrármálið er gott dæmi um. Ábyrgð snýst einnig um að stjórnmálamenn séu ekki með meiri belging um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu en efni standa til. Veikt Alþingi þýðir veikt lýðræði. Við þessi áramót væri ekki úr vegi að hver Íslendingur strengdi það heit að leggja sitt af mörkum til þeirrar nýju hugsunar sem þarf til að berja í trúnaðarbrestinn. Það gæti orðið góð pólitísk úrbót.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun