Jeanette Ottesen segist vera besta íþróttakona Dana á þessu ári og að hún hafi þar með staðið sig betur en tennisstjarnan Caroline Wozniacki sem endaði árið í fyrsta sæti á heimslistanum.
Jeanette Ottesen varð heimsmeistari í 100 metra skriðsundi á HM í Shanghæ í júlí og vann svo þrjú gull og þrjú silfur á EM í 25 metra laug í desember.
„Ég lít svo á að afrekið mitt sé stærra en það hjá Caroline. Hún er í efsta sætinu á heimslistanum af því að hún tók í svo mörgum mótum, Hún vann hinsvegar engin stór mót á árinu," sagði Jeanette Ottesen.
Wozniacki vann sex mót á árinu og tryggði sér toppsætið á heimslistanum annað árið í röð. Hún er langstærsta íþróttastjarna Dana.
Jeanette Ottesen og Caroline Wozniacki koma báðar til greina sem besti íþróttamaður Dana hjá Ekstra Bladet en þær keppa þar við knattspyrnumanninn Christian Eriksen.
Dönsk sundkona: Ég stóð mig betur en Wozniacki á þessu ári
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
