Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í úrslitum deildarbikarsins í handbolta. FH vann HK í kvöld, 28-26, og mætir Haukum í úrslitum annað kvöld.
Úrslit leiksins í kvöld réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 22-22.
Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 20.00 á morgun og er spilað í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
FH-HK 28-26
Mörk FH: Baldvin Þorsteinsson 7, Hjalti Pálmason 7, Atli Rúnar Steinþórsson 6, Þorkell Magnússon 3, Ísak Rafnsson 2, Sigurður Ágústsson 1, Andri Berg Haraldsson 1, Ari Magnús Þorgeirsson 1.
Mörk HK: Bjarki Már Elísson 9, Tandri Már Konráðsson 4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3, Björn Björnsson 3, Sigurjón Björnsson 2, Atli Karl Backmann 2, Bjarki Gunnarsson 2, Ólafur Bjarki Ragnarsson 1.
